Skip to content

Vorhátíð Austurbæjarskóla

Vorhátíð Austurbæjarskóla fór fram sl. laugardag í blíðu og góðu veðri.  Fjölmenni mætti á hátíðina sem hófst með skrúðgöngu niður Barónsstíg, Laugaveg, upp Klapparstíg, Skólavörðustíg um Eiríksgötu og aftur að skólanum. Þegar þangað kom tók við fjölbreytt dagskrá þar sem allir gátu fundið eitthvað við sitt hæfi. Var það mál manna að vorhátíðin hefði lukkast einstaklega vel en síðast var hátíðin haldin vorið 2019.