Vegna yfirvofandi verkfalls Sameykis

Sem kunnugt er hefur Sameyki stéttarfélag í almannaþjónustu boðað til ótímabundins verkfalls, sem tekur til allra félagsmanna Sameykis sem starfa hjá Reykjavíkurborg, frá og með mánudeginum 9. mars nk. Allt starfsfólk í Sameyki sem starfar í grunnskólum og á frístundaheimilum mun leggja niður störf hafi ekki samist fyrir þann tíma.

Fyrirhugað verkfall mun hafa mikil áhrif á skólastarf í Austurbæjarskóla enda sinnir Sameykisfólk þýðingarmiklum störfum hér í skólanum s.s. þrifum, matreiðslu og þáttum er lúta að öryggi og stuðningi við nemendur.

Komi til verkfalls er óhjákvæmilegt að skóladagur nemenda skerðist og verður hann þá sem hér segir:

1.-4. bekkur 8.20-9.40

5.-7. bekkur 8.20-10.20

8.-10. bekkur 8.20-12.40. (Ástæða þess að þessi nemendahópur getur verið lengur í skóla en hinir er sú að kennarar sinna allri gæslu í morgunfrímínútum).

Vakin er athygli á því að ef af verkfalli verður opnar skólinn ekki fyrr en kl. 8.20 þar sem ekki er unnt að bjóða upp á gæslu milli kl. 8.00-8.20. Verkfallið mun ekki hafa áhrif á samræmd próf í 9. bekk. Þau eru þriðjudag (íslenska), miðvikudag (stærðfræði) og fimmtudag (enska) og hefjast kl. 8.30-11.30. Nemendur mæti kl. 8.20.

Með kveðju og von um að samningsaðilum takist að ná samkomulagi sem allra fyrst svo ekki komi til röskunar á starfsemi skólans.