Skip to content

Úrslit í forkeppni Stóru upplestrarkeppninnar

Stóra upplestrarkeppnin er einn af þessum föstu liðum í skólastarfinu sem við leggjum okkur fram um gera sem hátíðlegasta en markmið keppninnar er fyrst og fremst að vekja athygli og áhuga á vönduðum upplestri og framburði.  Í dag var keppt til úrsita um hvaða nemendur yrðu fulltrúar skólans í aðalkeppninni sem fer fram að viku liðinni. Sigurvegarar voru þau Guðbjörg Zelda Marvinsdóttir og Árni Steinar Ólafsson. Varamaður er Annika Ólafíu Ólafsdóttir. Óskum við sigurvegurum og keppendum öllum innilega til hamingju með frábæra frammistöðu í dag. Myndin sýnir hópinn eftir að úrslit lágu fyrir.