Náms- og starfsráðgjafi er talsmaður nemenda og gætir hagsmuna þeirra. Allir nemendur mega leita til námsráðgjafa og einnig foreldrar vegna barna sinna.
Hlutverk námsráðgjafa og starfssvið hans:
- Námsráðgjafi er hluti af stoðkerfi skólans en hann veitir nemendum persónulega ráðgjöf. Þá er hann málsvari nemenda og trúnaðarmaður þeirra.
- Námsráðgjafi gerir nemendum grein fyrir möguleikum í námi, námsframboði og aðstoðar þá við val á framhaldsskóla.
- Námsráðgjafi sér um náms- og starfsfræðslu, aðstoðar nemendur með vinnubrögð í námi og aðstoðar þá við að tileinka sér þá námstækni sem hentar þeim. Hann leggur einnig fyrir áhugasviðskönnun til þess að aðstoða nemendur við að kortleggja áhuga sinn.
- Námsráðgjafi er hluti af nemendaverndarráði og er einnig verkefnastjóri yfir eineltisteymi skólans.
Nemendur geta komið í frímínútum eða eftir skóla. Einnig geta þeir komið á skólatíma en þurfa þá leyfi kennara. Námsráðgjafi starfar bæði við einstaklings- og hópráðgjöf og fer inn í bekki með fræðslu og kynningar.
Náms- og starfsráðgjafi Austurbæjarskóla er Henný Sigurjónsdóttir