Móttaka nemenda
Gott samstarf er við leikskóla hverfisins og er markmið þess að stuðla að eðlilegri samfellu skólastiga. Að vori er nemendum elstu deilda leikskólans boðið að vera einn dag í grunnskólanum og fá þá tækifæri til að kynnast nýja skólanum, starfinu þar, starfsfólki og nemendum. Þá koma væntanlegir 1. bekkja nemendur einnig með foreldrum sínum í heimsókn að vori og dvelja þá á bókasafni meðan foreldrar funda með kennurum og skólastjórnendum. Að vori fara einnig fram skilafundir milli stjórnenda og kennara leik-og grunnskóla.
Á hverju hausti innritast einnig nemendur í skólann sem ekki hafa verið í leikskólum hverfisins. Óski forráðamenn væntanlegra nemenda úr öðrum hverfum eftir því að fá að koma í heimsókn er þeim boðið að koma til viðtals á tilgreindum tíma við skólastjórnanda.
Að öðru leiti er innritunarferlið í 1. bekk sem hér segir:
- forráðamenn skrá nemendur í skólann á Rafrænni Reykjavík
- í lok maí er boðað til fundar fyrir foreldra og verðandi nemendur og þeir boðaðir sem skráðir eru í skólann á þessum tíma
- skólasetning 1.bekkja fer fram með einstaklingsviðtölum. Foreldrar eru boðaðir bréfleiðis um að mæta með barn sitt í viðtal við væntanlegan umsjónarkennara.
- kynningarfundur fyrir foreldra um skólastarfið í upphafi skólaársins
Hefji nemendur nám í 1. bekk eftir að skólaárið er hafið fara þeir í innritunarviðtal sbr. móttökuáætlun fyrir nýja nemendur skólans.
Hér er tengill á endurskoðaða áætlun um móttöku barna með annað móðurmál en íslensku í grunnskóla og frístundastarf á vegum Reykjavíkurborgar.
Móttaka nemenda með annað móðurmál er unnin samkvæmt verkferli Velkominn, smellið hér.
1. Þegar óskað er eftir skólavist fyrir erlendan nemanda er:
Afhent innritunareyðublað sem foreldrar fylla út í skólanum eða heima. Ákveðinn tími fyrir móttökuviðtal þar sem foreldrar og nemandi/nemendur mæta ásamt túlki ef þörf krefur. Skólinn sér um að panta túlk. Reiknað er með 1 klst. í viðtalið. Athugað hvort læknisskoðun hafi farið fram. Mælst til þess að foreldrar panti skoðun ef svo er ekki. Foreldrar beðnir að hafa meðferðis heilsufarsupplýsingar og einkunnir frá fyrri skóla í móttökuviðtalið.
2. Bekkur valinn
Skólastjórnandi velur bekk fyrir nemanda.
Umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram.
Umsjónarkennari tilkynnir kennurum og öðru starfsfólki sem kemur að bekknum um væntanlegan nemanda.
Umsjónarkennari undirbýr bekkinn fyrir komu nýs nemanda. Sendir línu heim til foreldra um að nýr nemandi hafi komið í bekkinn.
3. Undirbúningur viðtals
Nýbúakennari safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu:
Skóladagatal, skólareglur, innkaupalisti, upplýsingar um mat og drykk og gæslu ef um ungan nemanda er að ræða.
Einstaklingsstundaskrá útbúin og ákveðið hvenær nemandinn er með almennum bekk og hvenær hann er í móttökudeild.
4. Móttökuviðtal
Viðtalið sitja foreldrar og nemandi/nemendur (ásamt túlki, ef þörf krefur), deildarstjóri móttökudeildar og umsjónarkennari. Í viðtalinu eru fengnar bakgrunnsupplýsingar um nemandann: Fjölskylduhagi, tungumál talað/töluð heima, fyrri skólagöngu, helstu styrkleika/veikleika nemandans og helstu áhugamál.
Eftirfarandi þættir útskýrðir:
Stundaskrá bekkjar/nemanda. Farið yfir hverja kennslustund þannig að ljóst sé um hvaða námsgrein sé að ræða
Hvenær nemandinn er í bekk og hvenær í móttökudeild.
Reglur um íþróttir og sund útskýrðar. Staðsetning, fatnaður, reglur um sturtu og mætingar.
Hvað þarf að kaupa og hvað sér skólinn um að útvega.
Farið yfir skóladagatal og alla sérmerkta daga.
Símanúmer skólans, heimasíða og mentor útskýrð. Einnig viðtalstímar kennara.
Farið yfir skólareglur og mætingaskyldu.
Matur: Hvað má koma með í nesti. Skólamötuneyti. Verð á mat og fyrirkomulag greiðslu.
Frístundastarf
Ákveðið hvenær nemandi byrjar í skólanum.
Farið í gönguferð um skólann þar sem helstu svæði eru kynnt.
Æskilegt er að heimsækja bekk nemandans og kynna hann fyrir bekknum.
Sjá einnig: Handbók um móttöku innflytjenda sem fengin er af heimasíðu Menntasviðs Reykjavíkurborgar og leiðbeiningar um móttökuviðtal.Móttökuáætlun 2018
Innritun:
– foreldri innritar nemanda í gegnum Rafræn Reykjavík
– foreldri nemanda óskar eftir viðtali við skólastjórnanda vegna komu nemandans í skólann
– ákveðinn tími fyrir móttökuviðtal þar sem foreldri og nemandi mæta
Undirbúningur viðtals:
– skólastjórnandi velur hópa fyrir nemandann í samráði við sérkennara
– umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram
– umsjónarkennari safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu: Skólareglur, innkaupalisti, stundaskrá, upplýsingar um mötuneyti og nestismál
Móttökuviðtal:
– móttökuviðtalið sitja foreldrar, nemandi, skólastjórnandi, sérkennari, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið
– deildarstjóri sérkennslu gerir einstaklingsáætlun ef þarf, í samráði við kennara nemandans
– ákveðið hvenær nemandinn er með sínum árgangi og hvenær í sérkennslu
– annar fundatími ákveðinn að sex til átta vikum liðnum og farið yfir stöðu mála
– umsjónarkennari sér um að tilkynna um komu hans í skólann og koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að málum hans í skólanum
Umjöllunarefni móttökuviðtals miðast við þarfir nemandans. Dæmi um atriði sem kunna að vera rædd eru:
– stundaskrá nemandans
– íþróttir og sund (ef við á)
– innkaupalistar útskýrðir
– skóladagatal
– símanúmer skólans
– heimasíða og netföng kynnt
– skólareglur og mætingaskylda
– mötuneyti og nestismál kynnt foreldrum
– frístundastarf
– ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum
– útskýrt hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum
– hlutverk foreldra hvað snertir heimanám (ef við á)
– samstarf heimilis og skóla
– Mentor kynntur fyrir foreldrum
– farin kynnisferð um skólann
– námsráðgjafi boðar nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann
– umsjónarkennari sér um að tilkynna um komu nemandans í skólann og koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum. Umsjónarkennari sendir einnig línu heim til foreldra um að nýr nemandi sé kominn í bekkinn.
Þegar foreldrar hafa tekið ákvörðun um að sækja um skólavist í Austurbæjarskóla innritar foreldri hann í gegnum Rafræn Reykjavík. Ritari kemur upplýsingum til skólastjórnenda. Ef nemandi innritast eftir að skólastarf hefst að hausti og nemandinn hefur ekki stundað nám í Austurbæjarskóla áður boðar skólastjórnandi til fundar með nemandanum, foreldri, umsjónarkennara og öðrum þeim sem þurfa þykir.
Undirbúningur viðtals:
– skólastjórnandi velur hópa fyrir nemanda
– umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram
– umsjónarkennari undirbýr nemendur fyrir komu nýs nemanda og tilkynnir jafnframt öðrum kennurum sem kenna honum að hann sé væntanlegur
– umsjónarkennari safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu: Skólareglur, innkaupalisti, stundaskrá, upplýsingar um mötuneyti og nestismál
Móttökuviðtal:
Móttökuviðtalið sitja foreldrar, nemandi, skólastjórnandi, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið
Fjallað er um:
– stundaskrá nemandans
– íþróttir og sund
– innkaupalistar útskýrðir
– skóladagatal
– símanúmer skólans
– heimasíða og netföng kynnt
– skólareglur og mætingaskylda
– mötuneyti og nestismál kynnt foreldrum
– frístundaheimilið Draumaland kynnt (ef nemandinn er á aldrinum 1.-4.bekk)
– ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum
– útskýrt hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum
– hlutverk foreldra hvað snertir heimanám
– samstarf heimilis og skóla
– Mentor kynntur fyrir foreldrum
– farin kynnisferð um skólann
– námsráðgjafi boðar nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann
– umsjónarkennari sér um að tilkynna um komu nemandans í skólann og koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum. Umsjónarkennari sendir einnig línu heim til foreldra um að nýr nemandi sé kominn í bekkinn.