Strákar og hjúkrun

Á meðan stúlkur í 9. bekk sækja áfangann Stelpur og tækni eru strákarnir í verkefninu Strákar og hjúkrun. Stúlkur virðast síður skila sér í störf í tæknigeiranum og drengir síður í hjúkrun. Er markmiðið með þessu verkefni að auka áhuga stúlkna á tækni og drengja á hjúkrun. Myndin er tekin á námskeiði drengjanna hér í Austurbæjarskóla í morgun þar sem kennt var m.a. að binda um sár, mæla blóðþrýsting, setja upp nál, hjartahnoð o.mfl..