STÓRA UPPLESTRARKEPPNIN Í RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR

Alls kepptu 7 skólar í úrslitakeppni Miðborgar, Vesturbæjar og Hlíða í Stóru upplestrarkeppninni sem fór fram í Ráðhúsi Reykjavíkur 26. mars.

Þau Jörundur Orrason og Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir kepptu fyrir hönd Austurbæjarskóla og stóðu þau sig bæði frábærlega.

Myndin er tekin þegar beðið var eftir úrslitum, en þess má geta að hópur 7. bekkinga úr Austó mætti á keppnina til þess að fylgjast með og styðja sitt fólk.