Stóra upplestarkeppnin 2021 – 3. sæti

Í gær fór Stóra upplestarkeppnin í hverfinu miðborg, vesturbær og hlíðar fram í Háteigskirkju. Nemendur úr Austurbæjarskóla voru þar í ýmsum hlutverkum. Dagur Thors sigurvegari fyrra árs var kynnir, Aaron Carl Joseph Faderan lék á fiðlu, auk lesaranna sem tóku þátt  í  keppninni. Lesarar voru fjórtán frá sjö skólum og stóðu sig allir með prýði.  Fyrir hönd Austurbæjarskóla kepptu Alda Örvarsdóttir sem lenti í 3. sæti og Unnur Efemía Ragnarsdóttir auk þess sem Kría Kemp varamaður var til staðar ef á þyrfti að halda. Við óskum stúlkunum til hamingju með sinn góða árangur – þær voru sannarlega sér og sínum til sóma.