Stelpur tefla

Þær Salka Björt,  Rakel Arna og Lea Carolina sem eru í 3. og 4. bekk stóðu sig vel á skákmóti sem fram fór um helgina. Þrátt fyrir að hafa ekki reynslu af þátttöku á skákmótum náðu þær vinningi í flestum umferðum. Lentu þær í 13 sæti á mótinu.