Starfsfólk skólans

Símenntun starfsmanna

Grunnskólum er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar og undirbúnings kennara markast af samningsbundnum 150 klst. á ári. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og milli skólaára. Símenntun er almennt ætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara. Samkvæmt kjarasamningi almennra starfsmanna í skóla skal einnig gera áætlun og vera með símenntunartilboð fyrir þá. Allir starfsmenn fá í hendur símenntunaráætlun skólans, auk þess sem hún er vistuð á heimasíðu Austurbæjarskóla.

Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti. Annars vegar þætti sem skólastjórnendur telja nauðsynlega fyrir skólann út frá stefnu og áherslum næstu missera og/eða þróunar- og umbótavinnu á grundvelli sjálfsmats skóla.Hins vegar þætti sem kennari hefur áhuga á og telur nauðsynlega til að halda sér við í starfi.Vissulega fer þetta oft farið saman. Kennurum er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á skv. símenntunaráætlun skóla, enda sé hún gerð skv. ákvæðum kjarasamnings og kennurum að kostnaðarlausu. (Heimild: handbók með kjarasamningi).

Símenntunaráætlun skólans tekur mið af:

 • Stefnu og starfsáætlun Reykjavíkurborgar í fræðslumálum
 • Þörf á símenntun fyrir starfsfólk út frá áherslum í umbóta- og þróunarstarfi skólans

 • Þörfum starfsmanna og óskum (þarfagreining og starfsmannasamtöl)

 • Innra mati á veikum og sterkum hliðum skólans, þörfum skólans, reynslu og skólastefnu.

 • Stefnu skóla- og frístundaráðs: “Skóli án aðgreiningar og sérstakur stuðningur við nemendur í grunnskólum”


Helstu áherslur og markmið í símenntunaráætlun 2016-2017 

 • Innleiðing aðalnámskrár - Námsmat. Framhald frá fyrra ári.
 • Kynning á hugmyndum og starfsháttum í Ardleigh Green með það að markmiði að auka fjölbreytni í kennsluháttum.
 • Uppeldi til ábyrgðar
 • Vinaliðar
 • Vinir Zippýs og Stig af stigi – markviss félagsfærni fyrir 1.-4. bekk
 • Læsi. Í anda Hvítbókar menntamálaráðherra, skóla-og frístundaráðs og hugmynda fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings í leik-og grunnskólum verður áfram unnið að því að efla árangur nemenda í lestri og ritun eftir fjölbreyttum leiðum s.s. PALS og 6+1 vídd ritunar.

Ennfremur:

 • Olweusaráætlun gegn einelti
 • Forvarnir
 • Mat á skólastarfi
 • Menningarmót
 • Bekkjarfundir


Gert er ráð fyrir að símenntunaráætlun verði í stöðugri endurskoðun og geti breyst m.t.t. aðstæðna, framboðs og verkefna hverju sinni. Nánara umfang og dagsetningar verða birtar síðar.

Símenntunaráætlun starfsmanna.
Starfsmenn sækja um námskeið til skólastjórnenda. Forgangsraðað verður í samræmi við áherslur skólans og fjármagn. Á grundvelli þarfagreiningar er gerð símenntunaráætlun fyrir hvern starfsmann sem varðveitt er hjá skólastjóra.

Fjármögnun.
Skólinn sér um að fjármagna sameiginlega símenntun starfsfólks með styrkjum frá símenntunarsjóðum. Auk þess eru starfsmenn hvattir til að sækja um fjármagn vegna símenntunar til sjóða sem þeir hafa aðgang að í eigin stéttarfélögum.

Mat
Símenntun er metin með gátlistum. Mat fer fram með eftirfarandi hætti:

 • mat við lok skipulagðra námskeiða/fyrirlestra

 • mat á heildaráætlun í lok skólaárs

 • mat starfsmanna á eigin áætlun

Annað mat

 •  samanburður á milli áætlaðs kostnaðar og raunkostnaðar símenntunar. 

Prenta | Netfang