Vettvangsferðir og skólaferðalög

Í Austurbæjarskóla er litið á vettvangsferðir og skólaferðalög sem sjálfsagðan og mikilvægan þátt í námi nemenda. Ferðir sem farnar eru á vegum skólans ráðast mjög af framboði og því fjármagni sem skólinn hefur yfir að ráða. Alla jafna skulu slíkar ferðir vera nemendum og foreldrum að kostnaðarlausu. Sú hefð hefur þó skapast að ferðakostnaður nemenda vegna Reykjaferðar, skíðaferðar og vorferðar í 10. bekk er að mestu greiddur af foreldrum og með fjáröflunum nemendanna sjálfra.
 
Oft ákvarðast vettvangsferðir af tilboðum sem skólanum bjóðast en á undanförnum árum hafa myndast ákveðnar hefðir sem snúa að vettvangs- og skólaferðum:
1. bekkur:  
2. bekkur:  
3. bekkur:  
4. bekkur:  Listbúðir með áherslu á myndlist, Barnamenningarhátíð.
5. bekkur:  
6. bekkur:  Listbúðir með áherslu á kvikmyndagerð. .
7. bekkur:  Reykir
8. bekkur:  
9. bekkur:  Listbúðir með áherslu á nýsköpun og tækni. Skíðaferð.
10. bekkur: Vettvangsferðir. Þórsmerkurferð.

Standi skólaferðalag yfir nótt þarf skriflegt leyfi foreldra. 
Nemendum ber að hlíta fararstjórn kennara en hafi einhver nemandi ítrekað sýnt af sér óæskilega hegðun í ferðalögum eða á skólatíma á hann á hættu að fyrirgera rétti sínum til að fara í ferðalög á vegum skólans. Komist nemandi af einhverri ástæðu ekki með í skipulagðar vettvangs- eða nemendaferðir er honum ætlað að mæta í skólann til annars skólastarfs.

Prenta | Netfang