Sveigjanleiki innan námssviða í samræmi við viðmiðunarstundaskrá

Nemendum er kennt samkvæmt stundaskrá. Heimilt er þó að brjóta hefðbundna stundaskrá upp stöku sinnum eftir því sem hentar námi nemenda. Breytilegt er eftir árgöngum hvað þá er tekið fyrir og verður það ekki allt talið hér. Nefna má vettvangs- og safnaferðir, sjóferðir, skautaferðir, skíðaferðir o.fl. ferðalög; Skrekk, leikhús- og bíóferðir, þemavinnu, framsagnarþjálfun fyrir  Stóru upplestrar- keppnina, jólaskemmtanir, öskudaginn og árshátíð.

Samstarf er við Lúðrasveit Vesturbæjar og fer kennsla fram í skólanum á skólatíma.

Prenta | Netfang