Samfelld stundaskrá með hléum

Allir nemendur hafa samfellda stundaskrá með örfáum undantekningum í unglingadeild vegna niðurröðunar valgreina. Hlé hjá 1.-4. bekk er kl. 10:00-10:20 og frá kl. 11:20-12:00. Hjá 5.-10. bekk er hlé kl. 10:20-10:40 og kl. 12:00-12:40.

Skóli hefst kl.8:20 hjá öllum nemendum.  

Kennslustundir eru 40 mínútur.

Skólaliðar, stuðningsfulltrúar og kennarar sjá um gæslu í hléum. Skólinn hefur tekið upp verkefnið Vinaliðar sem ætlað er nemendum á miðstigi. Þar eru jákvæðir leiðtogar úr hópi nemenda virkjaðir til að stýra leikjum á skólalóð í frímínútum.

Prenta | Netfang