Skólareglur og skólabragur

Skólasóknarferill

Nemendur fá einkunn fyrir skólasókn sem gildir fyrir allt skólaárið. Allir nemendur byrja með einkunnina 10. Skólasóknareinkunn er sýnileg í Mentor. Umsjónarkennari sendir foreldrum vikulega upplýsingar í tölvupósti um stöðu skólasóknar.

Komi nemandi í kennslustund eftir að kennsla hefst fær hann eitt fjarvistarstig. Fyrir óheimila fjarvist fær nemandi tvö fjarvistarstig.Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar


10 stig

Umsjónarkennari ræðir við nemanda en foreldri ef nemandi er á yngsta stigi. Skráð í Mentor að viðtal hafi farið fram og birt foreldri.

15 stig

Umsjónarkennari hringir í foreldri, upplýsir um stöðu skólasóknar og leitar eftir samstarfi við heimilið. Skráir í Mentor að fundur hafi farið fram.

20 stig
Fundur með umsjónarkennara, nemanda og foreldrum. Skráð í Mentor að fundur hafi farið fram.

30 stig
Fundur með umsjónarkennara, nemanda, foreldrum, námsráðgjafa og fulltrúa þjónustumiðstöðvar. Skráð í Mentor að fundur hafi farið fram.

50 stig

Skólastjóri fyrir hönd nemendaverndarráðs tilkynnir skólasókn nemandans til Barnaverndar Reykjavíkur. Barnavernd boðar til tilkynningafundar.

 

Prenta | Netfang