Skólareglur og skólabragur

Fyrirbyggjandi starf gegn einelti

Einelti er ofbeldi, líkamlegt og/eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einum sem á erfitt með að verja sig. Einelti er endurtekið atferli og á sér stað reglubundið um lengri eða skemmri tíma. Einelti birtist í mörgum myndum. Það getur verið:A. beint:  Líkamlegt: Barsmíðar, spörk, hrindingar, skemmdarverk  Munnlegt: Uppnefni, niðrandi athugasemdir og endurtekin stríðni. 
B. óbeint:  Baktal, niðrandi athugasemdir t.d. með sms eða á facebook, útskúfun eða útilokun úr félagahópi o.fl.


Forvarnir og niðurstöður eineltiskannana
Í Austurbæjarskóla er unnið margskonar forvarnarstarf gegn einelti. Sem dæmi má nefna markvissa félagsfærniþjálfun nemenda á yngsta stigi, bekkjarfundi í öllum árgöngum og starf vinaliða í frímínútum. Þá er líðan nemenda könnuð með reglubundnum hætti bæði með Skólapúlsinum og í sérstakri eineltiskönnun Olweusar.Í nóvember ár hvert er eineltiskönnun Olweusar lögð fyrir nemendur í 4. – 10. bekk. Niðurstöður hennar eru kynntar fyrir starfsfólki skólans og nemendum í janúar - febrúar. Þær veita upplýsingar um líðan nemenda, tíðni eineltis, birtingarmyndir þess og hvar það á sér stað. Auk þess veitir könnunin ýmsar fleiri upplýsingar.

Til fróðleiks:
Glærur frá Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við Menntavísindasvið HÍ frá fyrirlestri í Austurbæjarskóla. [Glærur frá Vöndu]

Prenta | Netfang