Skólareglur og skólabragur

Reglur um tölvunotkun og umgengni í tölvustofu

Áður en þú ferð inn:
 • Ef úti er blautt og gólfið í stofunni er hreint þá skaltu fara úr skónum.
 • Ekki má borða eða drekka í tölvustofunni.
 • Gakktu snyrtilega frá töskunni þinni í hornið á stofunni eða hengdu hana á stólbakið.
Við tölvuna:
 • Það er ekki skynsamlegt að láta aðra nota aðgangsorðið þitt en ef þú treystir viðkomandi og telur það nauðsynlegt þá geta komið upp þær aðstæður að þú lánir öðrum aðgangsorðið þitt – en það er á þína ábyrgð.
 • Bannað er að senda, sækja eða geyma efni sem er ólöglegt eða grefur undan almannaheill, svo sem klám, kynþátta-, hryðjuverka- og ofbeldisáróður.
 • Það er í lagi að hlusta á tónlist meðan þú vinnur en þú verður að fá leyfi hjá kennaranum til að horfa á sjónvarp og slíkt myndefni.
 • Bannað er að setja leiki eða önnur forrit inn í tölvurnar. Það á ekkert að vera í tölvunum nema það sem tölvuumsjónarmaður setur inn.
 • Það má alls ekki vera í leikjum eða öðrum forritum sem tölvuumsjónarmaður hefur ekki sett inn á tölvukerfi skólans.
Á meðan þú vinnur og áður en þú ferð út:
 • Forðast skal alla óþarfa útprentun. Alls ekki má prenta í lit nema með sérstöku leyfi kennara.
 • Allt rusl skal setja í þar til gerð ílát, svo sem óþarfa útprentanir.
 • Gakktu snyrtilega frá heyrnartólunum á viðeigandi stað.
 • Þegar nemandi hefur lokið störfum í tölvustofu skal hann ávallt skrá sig út úr tölvunni, slökkva á skjánum, ganga vel frá lyklaborði og tölvumús og setja svo stólinn undir borð ef þess er nokkur kostur.
Til þeirra sem málið varðar:
 • Ef annar kennari en tölvukennari er með bekk í stofunni ber viðkomandi ábyrgð á því að öllum reglum sé framfylgt.
 • Óheimilt er að skilja nemendur eftir án neftirlits í tölvustofunni.
Viðurlög við brotum á reglum um tölvunotkun í skólanum og umgengni í tölvustofu Austurbæjarskóla. Reglurnar eru settar í samvinnu nemenda og kennara og allir eiga að hjálpast að við að halda reglurnar og minna hvert annað á að fylgja þeim en tölvuumsjónarmaður og kennari hverju sinni bera endanlega ábyrgð á að nemendur fylgi reglunum.
 
Ef nemandi fylgir ekki reglunum ber kennara að:
 • Benda nemandanum á regluna og biðja hann að fara eftir reglunni.
 • Ef nemandinn fer ekki að fyrirmælum skal kennarinn kalla til umsjónarkennara nemandans – eða annað yfirvald.
 • Ef nemandi brýtur reglurnar ítrekað skal honum meinað að vinna í tölvustofunni í eina viku – og ef nemandi heldur áfram að brjóta reglurnar fær hann tveggja vikna bann næst, og svo framvegis.

Prenta | Netfang