Skólareglur og skólabragur

Viðurlög við hegðunarfrávikum og alvarlegum brotum

Í Austurbæjarskóla er stefnan sú, að vinna agamál þannig að þeir sem í þeim lenda komi sterkari frá samskiptum, reiðubúnir að líta í eigin barm og nái betri stjórn á hegðun sinni framvegis. Allir geta gert mistök. Í reglugerð um skólareglur nr. 270/2000, segir orðrétt í 6. grein:

,,Nýta skal til fullnustu allar þær leiðir sem skólinn ræður yfir til að leita lausna og ráða bót á hegðun nemanda. Leita þarf allra mögulegra orsaka innan skólans til að viðurlög verði bæði markviss og komi nemandanum að gagni við að bæta hegðun sína.”

Við alvarleg brot er nemanda vísað úr skóla meðan afgreiðsla máls er undirbúin og foreldrar kallaðir til. Samkvæmt grunnskólalögum má málsmeðferð taka allt að fimm daga án þess að nemanda sé útvegað annað skólaúrræði.

Prenta | Netfang