Skólareglur og skólabragur

Heilbrigðar lífsvenjur

Austurbæjarskóli hefur hafið innleiðingu á verkefni á vegum Landlæknisembættisins um „Heilsueflandi grunnskóla“ og lögð er áhersla á að nemendur skólans temji sér hollar og heilbrigðar lífsvenjur. Reykingar, rafsígarettur og notkun áfengis-og fíkniefna er stranglega bönnuð í skólanum, á skólalóð, í nágrenni skólans og alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans.
Á skólalóð skulu nemendur sýna aðgæslu og tillitssemi. Nemendur í 1. – 7. bekk eru úti í frímínútum og er þeim óheimilt að fara út af skólalóð. Notkun hjóla, hlaupahjóla, hjólabretta, línu- og eða hjólaskauta og hjólaskóa er bönnuð á skólalóðinni og í skólanum.
 

Prenta | Netfang