Grunnskóli á Barnaspítala Hringsins

Á Barnaspítala Hringsins er starfandi grunnskóli. Skólastofa skólans er staðsett á fyrstu hæð 21 E. Skólinn starfar á þeim tíma árs sem kennsla er í almennum skólum. Símanúmer skólans er 5435051. Kennsla fer fram alla virka daga frá kl. 09:00 til 15:30.

Þrír kennarar starfa við skólann og eru þeir starfsmenn Austurbæjarskóla:
Dóra Guðrún Kristinsdóttir. Sími: 8988540 / 8988540. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Helga Þórðardóttir. Sími: 8642987 / 8642987. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Guðrún Þórðardóttir. Sími: 5646476 / 6986476. Netfang: This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Markmið og leiðir

Kennsla í Grunnskólanum við Barnaspítala Hringsins starfar eftir grunnskólalögum. Öll börn á Íslandi sem eru á aldrinum 6-16 ára eru skólaskyld hvort sem þau eru heilbrigð eða eiga við einhverskonar heilufarsleg vandamál að stríða . Samkvæmt reglugerð nr. 389 sem Menntamálaráðuneytið gaf út árið 1996 og fjallar um sjúkrakennslu eiga grunnskólanemendur rétt á sjúkrakennslu ef þeir hafa verið fimm daga eða lengur frá námi vegna veikinda. Kennslan þarf að geta komið til móts við þarfir sjúkra barna, svo þau geti notið náms þrátt fyrir veikindi og sjúkrahúsvist.


Starfið
Sjúkrahússkólinn er tengiliður nemandans við heimaskóla sinn. Að fengnu leyfi foreldra hafa sjúkrahúskennarar samband við kennara nemandans og í samráði við hann skipuleggja þeir kennsluna á sjúkrahúsinu. Reynt er að fylgja námsefni bekkjarins að því marki sem ástand barnsins og aðstæður á sjúkrahúsinu leyfa. Samband er haft við skóla nemandans eins oft og þurfa þykir. Þegar sjúkrahúsdvöl barnsins lýkur er haft samband við bekkjarkennara og honum gerð grein fyrir framvindu námsins. Ef um langvarandi sjúkrahúsdvöl er að ræða er oft komið á fjarfundarsambandi við skóla nemendans  til að veita honum tækifæri til að vera í sambandi bekkjarfélagana og kennarana.Börn sem dvelja fjarri heimili sínu og hafa ekki tækifæri á að stunda sinn heimaskóla vegna sjúkdómsins eiga rétt á að sækja sjúkrahússkólann. Systkini veikra barna eru einnig boðin velkomin í skólann.


Þjónusta
Grunnskólinn er vel búinn námsgögnum sem tilheyra grunnskólastiginu. Hægt er að fá ýmiss konar námsgögn lánuð hjá kennurum á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Auk þess er hægt að fá ýmiss konar afþreyingarefni svo sem sögubækur, spil,forrit
og o.fl. Eldri nemendur geta fengið lánaðar nettengdar fartölvur.


Samstarf grunn-og leikskólakennara

Grunnskólinn er vel búinn námsgögnum sem tilheyra grunnskólastiginu. Hægt er að fá ýmiss konar námsgögn lánuð hjá kennurum á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Auk þess er hægt að fá ýmiss konar afþreyingarefni svo sem sögubækur, spil, mynddiska, hljóðbækur og o.fl. Einnig geta nemendur fengið lánaðar far og spjaldtölvur. Góð samvinna er milli grunn og leikskólakennara. Sameiginlega vinnum við að því að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta með ýmsum hætti.


Góð ráð til foreldra
Ef sýnt þykir að barn þurfi að dvelja um einhvern tíma á barnaspítalanum er æskilegt að láta bekkjarkennara barnsins vita. Hann getur þá tekið til námsgögn og námsáætlun sem nemandinn hefur með sér. Foreldrar ættu að hvetja börn sín til að nýta sér þá kennslu sem veitt er í skólanum eftir því sem heilsan leyfir. Ef nauðsyn þykir getur kennsla farið fram á sjúkrastofu. Foreldrar eru ávallt velkomnir á skólastofuna.


Hvers vegna sjúkrahúskennsla?

  • Sjúkrahússkólinn er tenging nemandans við heimaskólann. Einbeiting að námi fær barnið til að gleyma sjúkdómnum og áhyggjum um stund. Kennslan er einstaklingsmiðuð.
  • Skólinn leggur áherslu á það heilbrigða hjá barninu.
  • Skólinn er eðlilegt umhverfi barnsins ogveitirþví öryggi.
  • Tryggir samfellda framvindu náms og áhyggjur foreldra og nemenda minnka.
  • Stuðlar að bata.
  • Dregur úr þörf á sérúrræðum í heimaskóla.

Prenta | Netfang