Foreldrafélag skóla og foreldrastarf

Áætlun um foreldrastarf

Meginmarkmið samstarfs foreldra og starfsfólks Austurbæjarskóla er að tryggja hagsmuni og velferð nemenda og að þeir öðlist aukið öryggi við að finna gagnkvæmt traust og virðingu. Mikilvægt er að samræmi sé í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum eins og kostur er. Í skólanámskrá og samvinnu foreldra og skóla er fjallað um mikilvægi þess að foreldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir samstarfsaðilar.

Markmið foreldrasamstarfs

  • Að efla samstarf um skólastarfið
  • Að stuðla að góðum tengslum skóla og heimila
  • Að foreldrar séu virkir þátttakendur í námi barna sinna
  • Að öflugt upplýsingastreymi sé á milli skóla og foreldra um nám, líðan og velferð nemenda
  • Að bjóða foreldrum í skólann við ólík tækifæri

Áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra

Atburður

Markmið

Tími

Viðmið um árangur

Umbótaáætlun

Ábyrgðaraðilar

Fundir skólaráðs

Að taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald.

Ágúst - júní, 4-6 vikna fresti

Að skrá fundargerðir og fylgja eftir þeim verkefnum sem ákveðin eru á fundum.

Funda með nemendaráði og stjórn foreldrafélags

Skólastjóri

Fundir stjórnenda með formanni stjórnar foreldrafélags

Að efla samstarf um skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla og upplýsingaflæði.

Ágúst – júní, 2 vikna fresti

Stjórnendur og formaður skrá athugasemdir og vinna út frá þeim

Skólastjórnendur

Haustfundir skólans í bekkjum með foreldrum og kennurum

Að kynna starf vetrarins.

Kosning bekkjarfulltrúa

September

Upplýsingaflæði til foreldra

Bekkjarfulltrúar starfa í öllum árgöngum

Bæklingur frá foreldrafélagi

Skólastjórnendur, stjórn foreldrafélags og umsjónarkennarar

Áætlun um samstarf Austurbæjarskóla og skólaforeldra frh.

Samráðsfundur bekkjarfulltrúa, stjórnar foreldrafélags og skólastjórnenda

Að efla samstarf um skólastarfið

Að upplýsa um starfsemi skóla og foreldrafélags/bekkjarfulltrúa

Að styrkja tengsl heimila og skóla

Október

Að skrá fundargerðir og fylgja eftir þeim verkefnum sem ákveðin eru

Stjórn foreldrafélags og skólastjórnendur

Foreldradagar

Að kennarar , nemendur og foreldar eigi hefðbundið samtal um einstaka nemendur

Október og febrúar

Virkt samráð og upplýsingaflæði milli umsjónarkennara og foreldra

Skólastjórnendur, foreldrar og kennarar

Bekkjarkvöld

Að efla sköpunargáfu nemenda og frumkvæði

Að efla og styrkja tengsl foreldra og barna

Að hafa gaman saman

Einu sinni á önn

Góð samvera og samstarf milli heimilis og skóla

Öflugt bekkjarstarf

Bekkjarfulltrúar og umsjónarkennarar

Nemendaferðir

Að efla félags- og tilfinningaþroska nemenda og stuðla að auknu sjálfstæði

Breytilegt

Efling sjálfstæðis nemenda og aukin fjölbreytni í skólastarfinu með stuðningi foreldra.

Fjáröflun v. nemferða.

Skólastjórnendur, foreldrar og umsjónarkennarar

Jólaföndur

Að efla og styrkja samstarf foreldra og barna

Að styrkja tengsl foreldra

Að hafa gaman saman

Nóvember/desember

Góð samvera og samstarf milli heimilis og skóla

Stjórn foreldrafélagsins og bekkjarfulltrúar

 Áætlun um samstarf Austurbæjarskóla og skólaforeldra frh.

Jólaskemmtun

Að nemendur skólans beri ábyrgð á jólaskemmtun

Að efla sköpunargáfu nemenda og frumkvæði

Að hafa gaman saman

Að stuðla að heimsóknum foreldra í skólann

Desember.

Efling sjálfstæðis og félagsþroska nemenda og aukin fjölbreytni í skólastarfinu. Góð samvera og samstarf milli heimilis og skóla.

Skólastjórnendur, umsjónakennarar og tónmenntakennari

Vorhátíð

Að efla samstarf foreldra, skóla og nemenda

Samhugur skólasamfélags og íbúa hverfis

Að fagna fjölbreytileika

Maí

Góð samvera og samstarf

Að sem flestir taki þátt

Stærsta hátíð skólans

Skólastjórnendur, foreldrafélag og starfsmenn skóla

Kynningarfundir fyrir foreldra 1. bekkinga að vori og hausti.

Að kynna starfsemi skólans

Fræðsla um þær breytingar sem barnið er að ganga í gengum bæði við upphaf skólagöngu

Kynning á foreldrafélagi

September

Betra upplýsingaflæði til foreldra og aukið samstarf

Að fá foreldra til að mæta

Skólastjónendur, stjórn foreldrafélags og umsjónarkennarar

Mentor/

heimasíða/

föstudagsbréf

Að veita foreldrum sem bestar upplýsingar um skólastarfið og elfa upplýsingaflæði milli heimils og skóla

Ágúst – júní

Gott upplýsingaflæði milli heimilis og skóla

Að samræma hvað á að vera í föstudagsbréfi

Skólastjórnendur og umsjónarkennarar

Heimanám

Að foreldri fái innsýn í nám barnsins og eigi hlutdeild í námi þess

September – maí

Heimanám hafi tilgang

Kennarar

Námsmat

Að veita upplýsingar um námsframvindu nemenda og hvort markmiðum sé náð

Formlegt námsmat janúar og maí

Leiðbeinandi námsmat ágúst – júní

Bæta námsárangur nemenda út frá hans eigin getu og forsendum

Skólastjórnendur og umsjónarkennarar

Prenta | Netfang