Foreldrafélag skóla og foreldrastarf

Upplýsingar til foreldra

Viðhorfskönnun foreldra 2018

Viðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar og mars mánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla – og frístundasviðs. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili.

Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3.

Bakgrunnsgreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að enginn leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild.  Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og  fyrir Reykjavík í heild.

 https://qlikqap.reykjavik.is/single/?appid=8106c220-721a-45b2-8a1f-104906d8a490&sheet=84d57025-a08e-406a-8855-4bef2f6d5bad&bookmark=75ea100f-c961-437a-8146-157fa1a95fd2&select=clearall&opt=noselections

Foreldranámskeið/fundir:

  • Að vori er haldin kynning fyrir foreldra 6 ára barna. Í ágúst/september eru kynningar um skólastarf og námsefni fyrir alla foreldra.
  • Boðað er til funda t.d. vegna kynningar á Olweusar verkefninu gegn einelti. Foreldrum 8. og 9. bekkja er boðið á fræðslufundinn “Hættu áður en þú byrjar”, sem er Marita verkefni um vímuefnavarnir. Einnig er foreldrafræðsla um tölvur og örugga netnotkun barna og unglinga.
  • Stöðugt er unnið að umbótum í samskiptum skólans við foreldra erlendra barna.
  • Foreldrafélagið útbjó skilaboðaskjóðu foreldra til að bjóða í afmæli, bekkjarskemmtun, vettvangsferðir og foreldrafund á 10 helstu tungumálum foreldra og nemenda skólans en þau eru milli 30 og 40 talsins.

Prenta | Netfang