Foreldrafélag skóla og foreldrastarf

Viðburðir á vegum bekkjarfulltrúa og foreldrafélags

Foreldrafélag og bekkjarfulltrúar standa fyrir fræðslufundum og ýmsum uppákomum s.s. bekkjarkvöldum, jólaföndri, bekkjagrillveislum að vori, ýmis konar helgarferðum, vettvangsferðum, útivistardegi o.fl. Vorhátíð skólans er samstarfsverkefni skólans og foreldrasamfélagsins, einnig aðstoða foreldrar við ýmsar fjáraflanir bekkja s.s. kaffisölu. Sjá hugmyndalista á heimasíðu.

Árleg verkefni foreldra er jólaföndurdagur, ýmsar fjáraflanir eldri árganga, vorhátíð og útskrift 10. bekkjar, fastir samráðs- og fræðslufundir s.s. SAFT, Marita og Tölum saman.

Af einstökum verkefnum má nefna Uppskeru í unglingadeild, örfyrirlestra og sýningu á verkum nemenda í 8.,9., og 10. bekk.

Á heimasíðu foreldrafélagsins er tengill á heftið Framlag foreldra í Austurbæjarskóla – það er gæfa að vera í góðum bekk og samheldnum árgangi. Þar er hugmyndalisti að leikjum og öðrum viðfangsefnum fyrir alla árganga.

 

Prenta | Netfang