Foreldrafélag skóla og foreldrastarf

Foreldrafélag, kynning, lög og starfsreglur

Kynning
Foreldrafélag Austurbæjarskóla er vettvangur allra foreldra/forráðamanna til að hafa áhrif á umhverfi barna sinna og stuðla að góðu og farsælu samstarfi foreldra, starfsmanna skólans og barnanna.
Félagar eru allir foreldrar og forráðamenn nemenda í skólanum. Fulltrúar foreldra eru í skólaráði og foreldrafélagi og bekkjarfulltrúar.


Lög og starfsreglur
Á heimasíðu foreldrafélagsins eru lög félagsins birt og vísast til þeirra.
Markmið félagsins eru að efla samstarf heimilis og skóla, koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólamál, efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn skólans, efla þekkingu foreldra á starfsemi skólans, styrkja menningar- og félagslíf innan skólans, koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við skólann, taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra. Foreldrafélag Austurbæjarskóla, FFAUST, heldur úti fésbókarsíðu sem vettvangi fyrir almenna umræðu um skólamál.

 

Prenta | Netfang