Nánar um skóladagatal

Skóladagar
Samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Launanefndar sveitarfélaga skulu skóladagar nemenda vera 180 á tímabilinu 20. ágúst til 10. júní. Sérstakir starfsdagar kennara á skólaárinu eru fimm og skulu ákveðnir af skólastjóra í samráði við kennara og með hliðsjón af kjarasamningum. Starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru 8. 

Skólabyrjun - skólalok
Skólahald hefst 22. ágúst 2016 og stendur til . júní 2017.

Haustfrí og vetrarfrí
Haustfrí er  20. – 24. október.
Vetrarfrí er 20. og 21. febrúar.


Jólaleyfi og páskaleyfi
Jólaleyfi nemenda er frá 21. desember 2016 til 4. janúar 2017 og páskaleyfi frá 10. apríl til 18.apríl.


Útivistardagur
Útivistardagur er 6. júní.


Starfsdagar
Starfsdagar kennara utan starfstíma nemenda eru átta. Starfsdagar kennara á starfstíma nemenda eru fimm og verða sem hér segir: 10.október, 30. nóvember, 3. janúar, 17. mars og 29. maí.

 

Foreldraviðtöl
Foreldraviðtöl eru 19. október og 7. febrúar. Haustfundir með foreldrum eru áætlaðir í september. 
Foreldrum með annað móðurmál er boðið upp á túlkaþjónustu í foreldraviðtölum.


Skertir dagar
Skertir dagar eru: Skólasetning og skólaslit, tveir foreldradagar, jólaskemmtun, öskudagur og útivistardagur  Þá er vorhátíð haldin síðasta laugardag í maí og telst hún til skertra daga.

Samræmd könnunarpróf verða sem hér segir:

7. bekkur:

22. september – íslenska

23. september – stærðfræði.

4. bekkur:

29. september – íslenska

30. september – stærðfræði.

9. og 10. bekkur:

7. mars – íslenska

8. mars – enska

9. mars – stærðfræði

 

 

 

 

 

Prenta | Netfang