Starfsáætlun
Stjórnskipulag skólans
Skrifstofa skólans er opin mán.-föstudaga frá kl. 7:45 – 16:00.
Netfang skólans:
Austurbaejarskoli@austurbaejarskoli.is
Vefsíða Austurbæjarskóla:
www.austurbaejarskoli.is
Ritari:
Aðalheiður Birgisdóttir
Adalheidur.birgisdottir@rvkskolar.is
Umsjónarmaður fasteignar:
Helgi J. Kristjánsson
helgi.j.kristjansson@rvkskolar.is
Kristín Jóhannesdóttir
skólastjóri
kristin.johannesdottir@rvkskolar.is
Sigríður Valdimarsdóttir
aðstoðarskólastjóri
sigridur.valdimarsdottir@rvkskolar.is
Ólöf Ingimundardóttir
deildarstjóri
olof.ingimundardottir@rvkskolar.is
Starfsfólk
Starfsmenn Austurbæjarskóla skulu sinna störfum sínum af heiðarleika og trúmennsku og í samræmi við lög og reglugerðir.
Allir starfsmenn undirrita yfirlýsingu um trúnað í starfi.
Hlutverk stuðningsfulltrúa
Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði þessara nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af þar til gerðri áætlun sem hefur það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemanda/nemenda á stuðningi í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Stuðningsfulltrúi lýtur faglegri stjórn deildarstjóra sérkennslu og umsjónarkennara.
Hlutverk þroskaþjálfa
Þroskaþjálfar bera ábyrgð á þroskaþjálfun og þjálfun nemenda með fötlun og barna með sérþarfir. Þroskaþjálfi skipuleggur og stýrir atferlisþjálfun og gerir færni-, þroska-, stöðu- og endurmat. Þroskaþjálfi gerir einstaklingsnámskrá í samráði við umsjónarkennara, sérkennara, foreldra og aðra, eftir því sem við á. Þroskaþjálfi annast upplýsingagjöf og upplýsingaöflun vegna sérþarfa nemenda sinna og miðlar sérþekkingu til kennara, annarra starfsmanna skólans og foreldra. Þroskaþjálfi hefur umsjón með talþjálfun nemenda sem framkvæmd er í gegnum fjarfundabúnað frá Tröppu.
1.1.3. Hlutverk atferlisþjálfa
Atferlisþjálfi ber ábyrgð á atferlisþjálfun barna sem glíma við hegðunarvanda. Hann skipuleggur og stýrir atferlisþjálfun og fylgir henni eftir. Atferisþjálfi gerir einstaklingsnámskrá í samráði við umsjónarkennara, sérkennara, foreldra og aðra, eftir því sem við á. Atferlisþjálfi annast upplýsingagjöf og upplýsingaöflun vegna sérþarfa nemenda sinna og miðlar sérþekkingu til kennara, annarra starfsmanna skólans og foreldra.
Hlutverk skólaliða
Skólaliðar sinna ýmsum verkefnum innan skólans. Sem dæmi um verkefni skólaliða má nefna ræstingu, útigæslu og gangavörslu. Einnig sinna þeir baðvörslu í íþróttasal og sundlaug og vinna sem starfsmenn í mötuneyti.
Hlutverk skólastjóra
Í lögum um grunnskóla (nr.91/2018) er fjallað um hlutverk skólastjóra. Þar segir m.a. að skólastjóri sé forstöðumaður grunnskóla, stjórni honum, veiti faglega forustu og beri ábyrgð á starfi skólans gagnvart sveitarstjórn. „Skólastjóri stuðlar að samstarfi allra aðila skólasamfélagsins. Skólastjóri boðar til kennarafunda svo oft sem þurfa þykir á starfstíma grunnskóla. Kennarafundi skulu sækja kennarar og aðrir sérfræðingar skólans. Skólastjóri boðar til starfsmannafunda svo oft sem þurfa þykir. Skólastjóri gerir tillögur til sveitarstjórnar um fyrirkomulag stjórnunar í grunnskóla með tilliti til þarfa viðkomandi skóla. Skólastjóri ákveður verksvið annarra stjórnenda skólans og skal einn þeirra vera staðgengill skólastjóra“.
Hlutverk aðstoðarskólastjóra
Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra og er skólastjóra til aðstoðar við almenn stjórnunarstörf þannig að skólastarf gagni eðlilega fyrir sig. Aðstoðarskólastjóri er yfirmaður stoðþjónustu og leiðbeinir kennurum með notkun Mentors.
Hlutverk deildarstjóra
Deildarstjóri sinnir ýmsum verkefnum sem snúa að hvers kyns umsýslu s.s. vinnustund, samþykkt reikninga, bókapantanir, fyrirlögn Skólapúlsins og fleiri kannannaHlutverk verkefnastjóra
Verkefnastjóri uppfyllir skilyrði sem grunnskólakennari og sinnir skilgreindum verkefnum sem skólastjóri felur honum.
Ritari
Ritari veitir skrifstofu skólans forstöðu og veitir nemendum, foreldrum og starfsmönnum venjubundna skrifstofuþjónustu. Ritari færir og viðheldur nemenda- og starfsmannaskrá og sér til þess að hún sé sem réttust á hverjum tíma. Ritar hefur umsjón með skrifstofuvörum skólans, mannar forfallakennslu, sinnir símsvörun og ljósritun svo eitthvað sé nefnt.
Trúnaðarmaður starfsmanna í KÍ er Jónína Margrét Jónsdóttir.
Trúnaðarmaður starfsmanna sem eru í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar er Halldór Sævar Ástvaldsson.
Þeir eru kjörnir á hverju ári á fundum starfsfólks.
Öryggisvörður fylgist með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi sé í samræmi við lög og reglur og er skipaður af skólanum. Hann er í samstarfi við öryggistrúnaðarmann sem er skipaður frá ári til árs af starfsfólki.
Öryggisvörður er Helgi J. Kristjánsson.
Öryggistrúnaðarmenn eru Halldór Sævar Ástvaldsson og Jason Ívarsson.
Í lögum um grunnskóla (nr.91/2008) er fjallað um hlutverk umsjónarkennara. Þar segir: “Umsjónarkennari fylgist náið með námi nemenda sinna og þroska, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál og stuðlar að því að efla samstarf skóla og heimila.”
Umsjónarkennari hefur m.a. eftirfarandi hlutverk:
Leitast við að vera í góðu sambandi við nemendur og foreldra þeirra.
- Er trúnaðarmaður sem nemendur geta leitað til með vandamál sem snúa að náminu, skólanum og öðru.
- Hann leysir á eigin spýtur smærri vandamál en leitar samráðs um önnur eða kemur þeim í réttan farveg.
- Er talsmaður nemenda við stjórnendur, aðra kennara, starfsmenn og nemendaverndarráð.
- Leitast við að skapa góðan bekkjaranda, réttlátar vinnu- og umgengnisreglur og hvetjandi námsumhverfi.
- Fylgist með skólasókn og grípur til aðgerða gerist þess þörf.
- Skipuleggur viðtöl við foreldra á foreldradögum og hefur tiltækar upplýsingar frá öðrum kennurum.
- Hefur umsjón með undirbúningi og framkvæmd bekkjarkvölda, vettvangsferða og annarra viðburða í bekkjarstarfinu í samstarfi við annað starfsfólk skólans og foreldra eftir því sem við á hverju sinni.
- Annast skýrslugerð, einkunnafærslur og afhendingu einkunna.
Kynnir nemendum skólareglur og ræðir þær.
Grunnskólum er skylt að gera símenntunaráætlun. Tími til símenntunar og undirbúnings kennara markast af samningsbundnum 150 klst. á ári. Skipting þessa tíma getur verið mismunandi milli kennara, skóla og milli skólaára. Símenntun er almennt ætlaður tími utan við skipulagðan starfsramma skólaársins en einnig er heimilt að koma henni við á starfstíma skóla, eftir nánara samkomulagi við kennara. Samkvæmt kjarasamningi almennra starfsmanna í skóla skal einnig gera áætlun og vera með símenntunartilboð fyrir þá. Allir starfsmenn fá í hendur símenntunaráætlun skólans, auk þess sem hún er vistuð á heimasíðu Austurbæjarskóla.
Símenntun kennara má skipta í tvo meginþætti. Annars vegar þætti sem skólastjórnendur telja nauðsynlega fyrir skólann út frá stefnu og áherslum næstu missera og/eða þróunar- og umbótavinnu á grundvelli sjálfsmats skóla. Hins vegar þætti sem kennari hefur áhuga á og telur nauðsynlega til að halda sér við í starfi. Vissulega fer þetta oft farið saman. Kennurum er skylt að fara á námskeið sem þeim er ætlað að fara á skv. símenntunaráætlun skóla, enda sé hún gerð skv. ákvæðum kjarasamnings og kennurum að kostnaðarlausu. (Heimild: handbók með kjarasamningi).
Símenntunaráætlun skólans tekur mið af:
- Stefnu og starfsáætlun Reykjavíkurborgar í fræðslumálum
- Þörf á símenntun fyrir starfsfólk út frá áherslum í umbóta- og þróunarstarfi skólans
- Þörfum starfsmanna og óskum (þarfagreining og starfsmannasamtöl)
- Innra mati á veikum og sterkum hliðum skólans, þörfum skólans, reynslu og skólastefnu.
- Stefnu skóla- og frístundaráðs: “Skóli án aðgreiningar og sérstakur stuðningur við nemendur í grunnskólum”
Helstu áherslur og markmið í símenntunaráætlun 2020-21
-
- Leiðsagnarmat – þróunarverkefni frh. frá fyrra ári
- Skipan námsmats í Austurbæjarskóla framhald frá fyrra ári. Lotur, hæfnikort ofl. (framhald frá fyrra ári)
- Teymiskennsla
- Nemendastýrð foreldraviðtöl
- Nemendaviðtöl
- Íslenska sem annað mál – hagnýtar aðferðir í bekkjarkennslu
- Skólastefna, einkunnarorð og framtíðarsýn (frh.frá fyrra ári)
- Menningarmót í 2., 5. og 8. bekk
- Að auka hæfni allra starfsmann til þess að greina og takast á við einelti.
- 90 ára afmæli Austurbæjarskóla
- Læsi. Í anda þeirra áherslu skóla-og frístundaráðs og hugmynda fagráðs um eflingu málþroska, lestrarfærni og lesskilnings í leik-og grunnskólum verður áfram unnið að því að efla árangur nemenda í lestri eftir fjölbreyttum leiðum s.s PALS. Lesferill í öllum árgöngum, hraðlestrarnámskeið og áhersla á yndislestur.
Gert er ráð fyrir að símenntunaráætlun verði í stöðugri endurskoðun og geti breyst m.t.t. aðstæðna, framboðs og verkefna hverju sinni. Nánara umfang og dagsetningar verða birtar síðar.
Símenntunaráætlun starfsmanna.
Starfsmenn sækja um námskeið til skólastjórnenda. Forgangsraðað verður í samræmi við áherslur skólans og fjármagn. Á grundvelli þarfagreiningar er gerð símenntunaráætlun fyrir hvern starfsmann sem varðveitt er hjá skólastjóra.
Fjármögnun.
Skólinn sér um að fjármagna sameiginlega símenntun starfsfólks með styrkjum frá símenntunarsjóðum. Auk þess eru starfsmenn hvattir til að sækja um fjármagn vegna símenntunar til sjóða sem þeir hafa aðgang að í eigin stéttarfélögum
Mat
Símenntun er metin með gátlistum. Mat fer fram með eftirfarandi hætti:
- mat við lok skipulagðra námskeiða/fyrirlestra
- mat á heildaráætlun í lok skólaárs
- mat starfsmanna á eigin áætlun
Annað mat
- samanburður á milli áætlaðs kostnaðar og raunkostnaðar símenntunar.
Starfsáætlun nemenda
Allir nemendur hafa samfellda stundaskrá með örfáum undantekningum í unglingadeild vegna niðurröðunar valgreina.
Hlé hjá 1.-4. bekk er kl. 10:00-10:20 og frá kl. 11:20-12:00.
Hlé hjá 5.-7. bekk er kl. 10:20-10:40 og kl. 12:00-12:40.
Hlé hjá 8.-10.. bekk er kl. 10:20-10:40 og kl. 12:00-12:40
Skóli hefst kl. 8:20 hjá öllum nemendum.
Kennslu hjá 1.-4. bekk lýkur 13.20, kennslu hjá 5.-7. bekk lýkur kl. 14.00.
Kennslustundir eru 40 mínútur.
Skólaliðar, stuðningsfulltrúar og kennarar sjá um gæslu í hléum.
Skólinn hefur tekið upp verkefnið Vinaliðar sem ætlað er nemendum á miðstigi. Þar eru jákvæðir leiðtogar úr hópi nemenda virkjaðir til að stýra leikjum á skólalóð í frímínútum.
Nemendum er kennt samkvæmt stundaskrá.
Heimilt er þó að brjóta hefðbundna stundaskrá upp stöku sinnum eftir því sem hentar námi nemenda.
Breytilegt er eftir árgöngum hvað þá er tekið fyrir og verður það ekki allt talið hér.
Dæmi:
- Vettvangs- og safnaferðir.
- Sjóferðir.
- Skautaferðir.
- Skíðaferðir.
- Önnur ferðalög.
- Skrekkur.
- Leikhús- og bíóferðir.
- Þemavinna.
- Framsagnarþjálfun fyrir Stóru upplestrarkeppnina
- Jólaskemmtanir.
- Öskudagurinn.
- Árshátíð.
Samstarf er við Lúðrasveit Vesturbæjar og fer kennsla fram í skólanum á skólatíma.
Í 1. – 4. bekk er 1200 mínútur.
Í 5. – 7. bekk er 1400 mínútur.
Í 8. – 10 bekk er 1460 mínútur.
Skólareglur og skólabragur
Skólareglur Austurbæjarskóla eru byggðar á reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011 en í 9. grein segir: „Í skólareglum skal m.a. kveðið á um almenna umgengni, samskipti, háttsemi, stundvísi, ástundun náms, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur, ábyrgð, réttindi og skyldur. Í reglunum skal koma fram hvernig skólinn hyggst bregðast við brotum á þeim“. Samskipti í Austurbæjarskóla grundvallast á gagnkvæmri virðingu, jákvæðni, kurteisi og tillitssemi.
1. Samskipti og háttsemi
Nemendur skulu ávallt koma fram af prúðmennsku og háttvísi í skólanum og þar sem þeir eru á vegum skólans. Nemendum ber að fara að fyrirmælum skólastjórnenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Hegðun sem veldur truflun og kemur í veg fyrir að hver og einn nemandi geti nýtt sér kennslustundir til fulls er óleyfileg. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, er stranglega bannað. Nemendur fari úr yfirhöfnum í kennslustund, hengi þær á snaga, í skáp eða á stólbak. Skófatnaði er raðað framan við kennslustofur.
2. Stundvísi og ástundun náms
Nemendur skulu mæta stundvíslega og með viðeigandi námsgögn. Tilkynna þarf veikindi og önnur forföll nemenda á skrifstofu skólans, eða í gegnum Mentor eins fljótt og verða má. Mikilvægt er að foreldrar tilkynni forföll vegna veikinda daglega. Ef forföll eru ekki tilkynnt samdægurs af forráðamanni nemanda er litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða. Umsjónarkennari getur veitt nemanda leyfi í einn dag en lengri leyfi þarf að sækja um á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á skrifstofu.
3. Frímínútur
Á skólalóð skulu nemendur sýna aðgæslu og tillitssemi. Nemendur í 1. – 7. bekk eru úti í frímínútum og er þeim óheimilt að fara út af skólalóð. Notkun hjóla, hlaupahjóla, hjólabretta, línu- og/eða hjólaskauta og hjólaskóa er bönnuð á skólalóðinni og í skólanum.
4. Hollusta og heilbrigðar lífsvenjur
Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og leggur áherslu á að nemendur neyti hollrar og næringarríkrar fæðu. Neysla gosdrykkja, orkudrykkja og sælgætis er óheimil nema við sérstök tilefni. Reykingar, rafrettur og notkun áfengis, tóbaks og fíkniefna er stranglega bönnuð í skólanum, á skólalóð, í nágrenni skólans og alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans.
5. Notkun myndavéla, farsíma og hvers kyns snjalltækja
Notkun síma, myndavéla og hvers kyns snjalltækja er bönnuð í kennslustundum á bókasafni í matsal og í búningsherbergjum íþróttasalar og sundlaugar. Mynd- og hljóðupptökur eru óheimilar í skólahúsnæði og á skólalóð Austurbæjarskóla nema með leyfi starfsmanna.
6. Umgengni og eignaspjöll
Nemendur skulu temja sér góða umgengni innandyra og á skólalóð og bera virðingu fyrir eignum skólans og annarra. Óheimilt er að koma með og/eða nota eldfæri og hvers kyns hluti sem geta valdið skaða s.s. hnífa, skrúfjárn o.s.frv. Valdi nemendur tjóni á eigum skólans eða annarra s.s. á tækjum, húsbúnaði og bókum geta forráðamenn átt von á að þurfa að bæta tjónið.
7. Verðmæti
Skólinn ber hvorki ábyrgð á persónulegum munum né fjármunum nemenda.
8. Nemendaferðir
Hafi málum nemanda verið vísað til skólastjóra vegna alvarlegra brota á skólareglum er það ákvörðun skólastjórnar í samráði við umsjónarkennara hvort viðkomandi nemandi fær heimild til þátttöku í ferð á vegum skólans. Fari nemandi af einhverri ástæðu ekki með í skipulagðar vettvangs- eða nemendaferðir er honum ætlað að mæta í skólann til annars skólastarfs. Gerist nemandi sekur um brot á skólareglum eða landslögum þar sem hann er á vegum skólans verður hann sendur heim á kostnað forráðamanna sinna.
- Ef úti er blautt og gólfið í stofunni er hreint þá skaltu fara úr skónum.
- Ekki má borða eða drekka í tölvustofunni.
- Gakktu snyrtilega frá töskunni þinni í hornið á stofunni eða hengdu hana á stólbakið.
- Það er ekki skynsamlegt að láta aðra nota aðgangsorðið þitt en ef þú treystir viðkomandi og telur það nauðsynlegt þá geta komið upp þær aðstæður að þú lánir öðrum aðgangsorðið þitt – en það er á þína ábyrgð.
- Bannað er að senda, sækja eða geyma efni sem er ólöglegt eða grefur undan almannaheill, svo sem klám, kynþátta-, hryðjuverka- og ofbeldisáróður.
- Það er í lagi að hlusta á tónlist meðan þú vinnur en þú verður að fá leyfi hjá kennaranum til að horfa á sjónvarp og slíkt myndefni.
- Bannað er að setja leiki eða önnur forrit inn í tölvurnar. Það á ekkert að vera í tölvunum nema það sem tölvuumsjónarmaður setur inn.
- Það má alls ekki vera í leikjum eða öðrum forritum sem tölvuumsjónarmaður hefur ekki sett inn á tölvukerfi skólans.
- Forðast skal alla óþarfa útprentun. Alls ekki má prenta í lit nema með sérstöku leyfi kennara.
- Allt rusl skal setja í þar til gerð ílát, svo sem óþarfa útprentanir.
- Gakktu snyrtilega frá heyrnartólunum á viðeigandi stað.
- Þegar nemandi hefur lokið störfum í tölvustofu skal hann ávallt skrá sig út úr tölvunni, slökkva á skjánum, ganga vel frá lyklaborði og tölvumús og setja svo stólinn undir borð ef þess er nokkur kostur.
- Ef annar kennari en tölvukennari er með bekk í stofunni ber viðkomandi ábyrgð á því að öllum reglum sé framfylgt.
- Óheimilt er að skilja nemendur eftir án neftirlits í tölvustofunni.
- Benda nemandanum á regluna og biðja hann að fara eftir reglunni.
- Ef nemandinn fer ekki að fyrirmælum skal kennarinn kalla til umsjónarkennara nemandans – eða annað yfirvald.
- Ef nemandi brýtur reglurnar ítrekað skal honum meinað að vinna í tölvustofunni í eina viku – og ef nemandi heldur áfram að brjóta reglurnar fær hann tveggja vikna bann næst, og svo framvegis.
Í Austurbæjarskóla er stefnan sú, að vinna agamál þannig að þeir sem í þeim lenda komi sterkari frá samskiptum, reiðubúnir að líta í eigin barm og nái betri stjórn á hegðun sinni framvegis. Allir geta gert mistök. Í reglugerð um skólareglur nr. 270/2000, segir orðrétt í 6. grein:
,,Nýta skal til fullnustu allar þær leiðir sem skólinn ræður yfir til að leita lausna og ráða bót á hegðun nemanda. Leita þarf allra mögulegra orsaka innan skólans til að viðurlög verði bæði markviss og komi nemandanum að gagni við að bæta hegðun sína.”
Við alvarleg brot er nemanda vísað úr skóla meðan afgreiðsla máls er undirbúin og foreldrar kallaðir til. Samkvæmt grunnskólalögum má málsmeðferð taka allt að fimm daga án þess að nemanda sé útvegað annað skólaúrræði.
Einelti er ofbeldi, líkamlegt og/eða andlegt, þar sem einn eða fleiri níðast á einum sem á erfitt með að verja sig. Einelti er endurtekið atferli og á sér stað reglubundið um lengri eða skemmri tíma. Einelti birtist í mörgum myndum. Það getur verið:A. beint: Líkamlegt: Barsmíðar, spörk, hrindingar, skemmdarverk Munnlegt: Uppnefni, niðrandi athugasemdir og endurtekin stríðni.
B. óbeint: Baktal, niðrandi athugasemdir t.d. með sms eða á facebook, útskúfun eða útilokun úr félagahópi o.fl.
Forvarnir og niðurstöður eineltiskannana
Í Austurbæjarskóla er unnið margskonar forvarnarstarf gegn einelti. Sem dæmi má nefna markvissa félagsfærniþjálfun nemenda á yngsta stigi, bekkjarfundi í öllum árgöngum og starf vinaliða í frímínútum. Þá er líðan nemenda könnuð með reglubundnum hætti bæði með Skólapúlsinum og í sérstakri eineltiskönnun Olweusar.Í nóvember ár hvert er eineltiskönnun Olweusar lögð fyrir nemendur í 4. – 10. bekk. Niðurstöður hennar eru kynntar fyrir starfsfólki skólans og nemendum í janúar - febrúar. Þær veita upplýsingar um líðan nemenda, tíðni eineltis, birtingarmyndir þess og hvar það á sér stað. Auk þess veitir könnunin ýmsar fleiri upplýsingar.
Til fróðleiks:
Glærur frá Vöndu Sigurgeirsdóttur lektors við Menntavísindasvið HÍ frá fyrirlestri í Austurbæjarskóla.
Í Austurbæjarskóla er starfandi ráðgefandi eineltisteymi sem er kennurum til stuðnings við úrlausn eineltismála. Hlutverk teymisins er að vera faglegur ráðgjafi kennara í eineltismálum. Fulltrúar teymisins eru kennurum til aðstoðar í alvarlegum eineltisviðtölum, ef óskað er eftir því. Einnig geta þeir tekið að sér viðtöl fyrir kennara í erfiðari málum. Unnið er samkvæmt Olweusarkerfinu og hans aðferðafræði beitt við úrlausn mála. Teymið miðlar sérfræðiþekkingu og heldur saman upplýsingum. Teymið á ennfremur að vera hvetjandi í því að viðhalda Olweuasaráætluninni í skólanum, t.d. með umræðu, upplýsingamiðlun og fræðslu til starfsmanna auk árvissrar eineltiskönnunar í nóvember.
Skólastjóri og/eða aðstoðarskólastjóri sitja fundi eineltisteymisins og eru ábyrgðarmenn þess.
Eineltisteymi
Greta Jessen námsráðgjafi, teymisstjóri
Kristín Magnúsdóttir, umsjónarkennari í 6. bekk
Helga Sigurðardóttir, umsjónarkennari í 4. bekk
Jason Ívarsson, umsjónarkennari í 8. bekk
Aðalheiður Birgisdóttir, ritari
Ragnheiður Hjálmarsdóttir, umsjónarkennari í 6. bekk
Sigrún Lilja Jónasdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk
Ísabella Þráinsdóttir, forstöðumaður Draumalands
Eineltiskannanir
Árlega er eineltiskönnun lögð fyrir alla nemendur í 5.-10. bekk.
Hér að neðan má sjá helstu niðurstöður undanfarinna ára.
Niðurstöður úr eldri eineltiskönnunum:
Niðurstöður skólaárið 2015-2016
Niðurstöður skólaárið 2014-2015
Niðurstöður skólaárið 2013-2014
Niðurstöður skólaárið 2012-2013
Skólareglur eru sýnilegar víða í skólanum og minnt á þær eftir þörfum.
Auk þess semja nemendur, í samvinnu við umsjónarkennara, bekkjarreglur fyrir sína stofu.
Þar er oft nánar kveðið á um umgengni, meðferð námsgagna, hegðun og samskiptahætti.
Nemendur skiptast á að hafa umsjón með stofunni sinni og vera kennara til aðstoðar.
1. stigs agabrot
Til 1. stigs agabrota telst:
- þras/ögrun/rifrildi
- truflar athafnir/leiki/vinnu annarra
- gengur illa um
- pot/hrindingar/árekstrar
Umsjónarkennari/kennari/starfsmaður, sem verður vitni að atburðinum, tekur nemandann til hliðar og ræðir alvarlega við hann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Nemanda er leiðbeint og lögð áhersla á að hann átti sig á ábyrgð sinni, skilji í hverju brot hans fólst og viti hvernig hann á að bregðast við næst. Lögð er áhersla á að kennari/starfsmaður hvetji nemanda til að bæta sig og hrósi honum fyrir samvinnu.
2. stigs agabrot
Til 2. stigs agabrota telst:
- særandi/niðrandi orðbragð/hæðni
- óhlýðni/neitar að fylgja fyrirmælum
- ósannsögli/svik/svindl
- áreiti/hrekkir/stríðni
- annað (s.s nemandi gengur út úr tíma)
Sá umsjónarkennari eða kennari (kenni hann nemandanum), sem verður vitni að agabrotinu hefur samband við foreldra og óskar eftir samstarfi við að aðstoða og styðja nemandann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Atburðurinn er skráður af kennara sem verður vitni að agabrotinu í dagbók nemandans í Mentor og tilkynnir hann umsjónarkennara um málið.
Verði starfsmenn/kennarar (sem ekki kenna nemandanum) vitni að 2. stigs agabroti koma þeir upplýsingum um það til umsjónarkennara nemandans. Umsjónarkennari tekur við málinu, hefur samband við foreldra og óskar eftir samstarfi við að aðstoða og styðja nemandann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Atburðurinn er skráður af umsjónarkennara í dagbók nemandans í Mentor.
Yfirgefi nemandi kennslustund án leyfis hringir kennari heim til nemandans, gerir grein fyrir brotthvarfinu og óskar eftir samstarfi við heimilið um að veita nemandanum tiltal.
3. stigs agabrot
Til 3. stigs agabrota telst:
- ofbeldi/slagsmál/ógnandi hegðun
- skemmdarverk
- þjófnaður
- annað (s.s vopn, eldfæri, reykingar og fíkniefni)
Nemandi er tekinn úr aðstæðum. Umsjónarkennari eða skólastjórnandi hefur strax samband við heimili geranda og óskar eftir að nemandinn verði sóttur eða heimilið taki á móti nemandanum. Einnig hefur skólastjórnandi samband við heimili þolanda. Ólögleg hegðun er tilkynnt lögreglu.
Atburðurinn er skráður í dagbók nemandans í Mentor. Meginreglan er sú að boðað er til fundar með foreldrum, nemanda, umsjónarkennara og skólastjórnanda áður en nemandinn fær að koma aftur í skólann.
Viðbrögð við alvarlegum brotum á skólareglum
Gerist nemandi sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum er heimilt að vísa honum tímabundið úr skóla meðan leitað er lausna á máli hans. Hið sama á við ef nemandinn virðir fyrirmæli æðstu stjórnenda skólans, þ.e. skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, að vettugi. Við vinnslu slíkra mála er farið að verklagsreglum Reykjavíkurborgar sem fjalla um viðbrögð við hegðunar- og samskiptavanda, skólasóknar- og ástundunarvanda og viðbrögð við lögbrotum og alvarlegum brotum nemenda á skólareglum. „Ef allt um þrýtur og brot nemenda eru mjög alvarleg s.s. ef hann veldur öðrum skaða eða eignatjóni, er heimilt að víkja honum ótímabundið úr skóla. Það skal þó ekki gert fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar“ (Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum 1040/2011).
Starfsmönnum skóla er óheimilt að neyta aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva nemandann og koma í veg fyrir að hann valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni. Í tilvikum sem þessum skal ávallt greina forráðamönnum tafarlaust frá málavöxtum.
Til athugunar:
Í 11.gr reglugerðar um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum segir: "Hegði nemandi sér í ósamræmi við skólareglur utan skólatíma telst það almennt ekki brot á skólareglum, nema þegar t.d. er um að ræða einelti eða annað ofbeldi sem á sér stað á leið nemanda til og frá skóla. Fer þá um viðbrögð í samræmi við skólareglur".
Í skólanum er unnið samkvæmt Verklagsreglum skóla- og frístundasviðs og velferðarsviðs um þjónustu við grunnskólanemendur með fjölþættan vanda.
Þessar verklagsreglur taka við ef skólareglur duga ekki til eða ákvæði þeirra eru fullreynd.
Verklagsreglunum er ætlað að skapa vinnulag sem tryggir skilvirka samvinnu stofnana Reykjavíkurborgar við vinnslu mála þar sem vandi nemenda er alvarlegur og fjölþættur.
MEÐFERÐ EINELTISMÁLA
Vellíðan er eitt af einkunnarorðum Austurbæjarskóla. Vellíðan felst í góðum skólabrag þar sem gleði, traust, vinsemd, virðing og jafnrétti endurspeglast í daglegum samskiptum. Austurbæjarskóli er heilsueflandi grunnskóli þar sem lögð er áhersla á andlegt, félagslegt og líkamlegt heilbrigði í skapandi og hlýlegu námsumhverfi. Markvisst er unnið að því að efla sjálfsmynd nemenda og seiglu. Lögð er áhersla á jákvæð samskipti og unnið er gegn fordómum og einelti.
Skólinn vinnur í anda Olweusáætlunarinnar gegn einelti. Í henni felst virk samvinna heimilis og skóla í forvörnum og viðbrögðum gegn einelti ef það kemur upp. Ef grunur vaknar um einelti er mikilvægt að nemendur og/eða foreldrar tilkynni strax um eineltið í gegnum hnapp á heimasíðu skólans. Eineltisteymi tekur við málinu og hefur vinnslu þess.
Meðferð eineltismála í Austurbæjarskóla
Þegar tilkynnt er um einelti er unnið samkvæmt ákveðnu verkferli.
Umsjónarkennara er gerð grein fyrir málinu. Umsjónarkennari kannar málið. Hann skal leita eftir upplýsingum sem víðast svo sem hjá starfsfólki, foreldrum og nemendum. - Ef umsjónarkennari, eftir slíka athugun, metur það svo, að um líklegt einelti sé að ræða skal foreldrum þeirra nemenda sem hlut eiga að máli gerð grein fyrir því. Gildir það jafnt um gerendur og þolendur. Eineltisteymi er umsjónarkennara til stuðnings í þessu ferli ef þess er óskað. - Innan skólans fer þá af stað markviss vinna:
1. Alvarleg viðtöl við geranda/gerendur
Alvarleg viðtöl við geranda/gerendur með aðstoð eineltisteymis þar sem þeim er gerð skýr grein fyrir alvöru málsins, viðbrögðum skólans og þeim afleiðingum sem áframhaldandi háttarlag mun hafa. Foreldrar skulu boðaðir í fyrsta viðtal og látnir vita í hvert sinn sem boðað er til viðtals eftir það. Einnig skulu þeir boðaðir í lokaviðtal.
2. Þolanda tryggt öryggi
Þolanda skal tryggt öryggi eftir því sem kostur er og í samvinnu við foreldra skapað öryggisnet sem hindrar að eineltið haldi áfram. Það felst í því að starfsfólk og kennarar sem að bekknum koma fylgjast með samskiptum gerenda og þolanda eins og kostur er. Einnig býðst þolanda að fara í regluleg viðtöl hjá námsráðgjafa. Auk þess eru foreldrar kallaðir til samstarfs um að fylgjast með líðan og láta strax vita ef eitthvað ber út af. Ákveðinn aðili í eineltisteymi skal vera ábyrgur fyrir því að fylgst sé með þolanda með því að kalla reglulega eftir upplýsingum.
3. Gerandi heldur áfram í reglubundum viðtölum
Gerandi heldur áfram í reglubundum viðtölum við fulltrúa úr eineltisteymi. Farið er yfir samskiptin við þolanda t.d. vikulega í nokkur skipti, síðan mánaðarlega uns eineltið telst upprætt. Ætíð skal aflað upplýsinga frá þolanda stuttu fyrir viðtal, þannig að geranda sé ljóst að fylgst sé með honum/henni.
4. Máli lokað.
Þegar séð þykir að einelti hafi verið stöðvað eftir mislangan tíma eftir atvikum skulu báðir aðilar boðaðir í einstaklingsviðtöl ásamt foreldrum. Þar er málinu formlega lokað með skriflegu samþykki foreldra. Þetta samþykki skal fært til bókar í dagbók nemenda á Mentor og birt foreldrum, umsjónarkennara og skólastjórnendum
Hafa skal í huga við lausn eineltismála í Olweusarskóla: Viðbrögð við einelti af hvaða toga sem er, misalvarlegu eftir atvikum, ættu alltaf: - að vera skýr, einlæg og nákvæm, laus við niðurlægingu, kaldhæðni, árásir, hótanir eða þvinganir. - að birtast tafarlaust og vera fylgt eftir til lengri tíma, t.d. með endurteknum viðtölum. - að fela í sér skráningu á atburðum, þátttakendum og viðbrögðum - að fela í sér samvinnu við foreldra strax á fyrstu stigum íhlutunar; upplýsingar um aðgerðir berist þeim jafnóðum.
Ætíð skal unnið samkvæmt Olweuskerfinu við meðferð eineltismála.
Haldið er utan um skólasókn nemenda í Mentor sem er nemendabókhaldskerfi skólans, þar sem allir kennarar tölvuskrá mætingar í kennslustundir.
Þess er vænst að foreldrar fylgist sjálfir með mætingum barna sinna á www.mentor.is.
Yfirlit yfir skólasókn og ástundun nemenda er sent vikulega heim til nemenda.
Skólasóknarferill
Nemendur fá einkunn fyrir skólasókn sem gildir fyrir allt skólaárið. Allir nemendur byrja með einkunnina 10. Skólasóknareinkunn er sýnileg í Mentor. Umsjónarkennari sendir foreldrum vikulega upplýsingar í tölvupósti um stöðu skólasóknar.
Komi nemandi í kennslustund eftir að kennsla hefst fær hann eitt fjarvistarstig. Fyrir óheimila fjarvist fær nemandi tvö fjarvistarstig.
Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar
10 stig
Umsjónarkennari ræðir við nemanda en foreldri ef nemandi er á yngsta stigi. Skráð í Mentor að viðtal hafi farið fram og birt foreldri.
15 stig
Umsjónarkennari hringir í foreldri, upplýsir um stöðu skólasóknar og leitar eftir samstarfi við heimilið. Skráir í Mentor að fundur hafi farið fram.
20 stig
Fundur með umsjónarkennara, nemanda, foreldrum og skólastjórnanda eða fulltrúa hans. Skráð í Mentor að fundur hafi farið fram.
30 stig
Fundur með umsjónarkennara, nemanda, foreldrum og skólastjórnanda eða fulltrúa hans og fulltrúa þjónustumiðstöðvar. Skráð í Mentor að fundur hafi farið fram.
50 stig
Skólastjóri fyrir hönd nemendaverndarráðs tilkynnir skólasókn nemandans til Barnaverndar Reykjavíkur. Barnavernd boðar til tilkynningafundar.
Grunnskóli á Barnaspítala Hringsins
Á Barnaspítala Hringsins er starfandi grunnskóli. Skólastofa skólans er staðsett á fyrstu hæð 21 E. Skólinn starfar á þeim tíma árs sem kennsla er í almennum skólum. Símanúmer skólans er 5435051. Kennsla fer fram alla virka daga frá kl. 09:00 til 15:30.
Þrír kennarar starfa við skólann og eru þeir starfsmenn Austurbæjarskóla:
Dóra Guðrún Kristinsdóttir. Sími: 8988540 / 8988540. Netfang: doragk@simnet.is
Helga Þórðardóttir. Sími: 8642987 / 8642987. Netfang: helgatho@landspitali.is
Guðrún Þórðardóttir. Sími: 5646476 / 6986476. Netfang: gudrun.thordardottir1@reykjavik.is
Markmið og leiðir
Kennsla í Grunnskólanum við Barnaspítala Hringsins starfar eftir grunnskólalögum. Öll börn á Íslandi sem eru á aldrinum 6-16 ára eru skólaskyld hvort sem þau eru heilbrigð eða eiga við einhverskonar heilufarsleg vandamál að stríða . Samkvæmt reglugerð nr. 389 sem Menntamálaráðuneytið gaf út árið 1996 og fjallar um sjúkrakennslu eiga grunnskólanemendur rétt á sjúkrakennslu ef þeir hafa verið fimm daga eða lengur frá námi vegna veikinda. Kennslan þarf að geta komið til móts við þarfir sjúkra barna, svo þau geti notið náms þrátt fyrir veikindi og sjúkrahúsvist.
Starfið
Sjúkrahússkólinn er tengiliður nemandans við heimaskóla sinn. Að fengnu leyfi foreldra hafa sjúkrahúskennarar samband við kennara nemandans og í samráði við hann skipuleggja þeir kennsluna á sjúkrahúsinu. Reynt er að fylgja námsefni bekkjarins að því marki sem ástand barnsins og aðstæður á sjúkrahúsinu leyfa. Samband er haft við skóla nemandans eins oft og þurfa þykir. Þegar sjúkrahúsdvöl barnsins lýkur er haft samband við bekkjarkennara og honum gerð grein fyrir framvindu námsins. Ef um langvarandi sjúkrahúsdvöl er að ræða er oft komið á fjarfundarsambandi við skóla nemendans til að veita honum tækifæri til að vera í sambandi bekkjarfélagana og kennarana.Börn sem dvelja fjarri heimili sínu og hafa ekki tækifæri á að stunda sinn heimaskóla vegna sjúkdómsins eiga rétt á að sækja sjúkrahússkólann. Systkini veikra barna eru einnig boðin velkomin í skólann.
Þjónusta
Grunnskólinn er vel búinn námsgögnum sem tilheyra grunnskólastiginu. Hægt er að fá ýmiss konar námsgögn lánuð hjá kennurum á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Auk þess er hægt að fá ýmiss konar afþreyingarefni svo sem sögubækur, spil,forritog o.fl. Eldri nemendur geta fengið lánaðar nettengdar fartölvur.
Samstarf grunn-og leikskólakennara
Grunnskólinn er vel búinn námsgögnum sem tilheyra grunnskólastiginu. Hægt er að fá ýmiss konar námsgögn lánuð hjá kennurum á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur. Auk þess er hægt að fá ýmiss konar afþreyingarefni svo sem sögubækur, spil, mynddiska, hljóðbækur og o.fl. Einnig geta nemendur fengið lánaðar far og spjaldtölvur. Góð samvinna er milli grunn og leikskólakennara. Sameiginlega vinnum við að því að gera dvöl barnanna sem ánægjulegasta með ýmsum hætti.
Góð ráð til foreldra
Ef sýnt þykir að barn þurfi að dvelja um einhvern tíma á barnaspítalanum er æskilegt að láta bekkjarkennara barnsins vita. Hann getur þá tekið til námsgögn og námsáætlun sem nemandinn hefur með sér. Foreldrar ættu að hvetja börn sín til að nýta sér þá kennslu sem veitt er í skólanum eftir því sem heilsan leyfir. Ef nauðsyn þykir getur kennsla farið fram á sjúkrastofu. Foreldrar eru ávallt velkomnir á skólastofuna.
Hvers vegna sjúkrahúskennsla?
- Sjúkrahússkólinn er tenging nemandans við heimaskólann. Einbeiting að námi fær barnið til að gleyma sjúkdómnum og áhyggjum um stund. Kennslan er einstaklingsmiðuð.
- Skólinn leggur áherslu á það heilbrigða hjá barninu.
- Skólinn er eðlilegt umhverfi barnsins ogveitirþví öryggi.
- Tryggir samfellda framvindu náms og áhyggjur foreldra og nemenda minnka.
- Stuðlar að bata.
- Dregur úr þörf á sérúrræðum í heimaskóla.
Skólaráð
Skólaráð skv. 8. gr. grunnskólalaga nr.91/2008. Þar segir:
Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.
Nánar er fjallað um hlutverk ráðsins í reglugerð 1157/2008 og þar segir að skólaráð:
- fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
- fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
- tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
- fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
- fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum.
- fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað.
- tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.
Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.
Ráðið setur sér vinnuáætlun og verkefnaskrá fyrir skólaárið, ákveður hve oft verður fundað, á hvað er lögð áhersla o.s.frv. Fundargerðir skólaráðs eru birtar á vefsíðu skólans.
Skólaárið 2019-2020 skipa eftirfarandi skólaráð:
Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri, kristin.johannesdottir@rvkskolar.is sími 4117200
Steindóra Kristín Gunnlaugsdóttir, steindora.k.gunnlaugsdottir@rvkskolar.is sími 4117200
Lára Guðrún Agnarsdóttir kennari, lara.gudrun.agnarsdottir@rvkskolar.is sími 4117200
Henný Sigurjónsdóttir fulltrúi starfsmanna, henny.sigurjonsdottir@rvkskolar.is
Ólafur Eysteinn Sigurðsson oes@ru.is sími 4117200 (fulltrúi foreldra)
Dögg Ármannsdóttir doggarmanns@gmail.com (fulltrúi foreldra)
Iðunn Gróa fulltrúi nemenda Idunn.Groa.Sighvatsdottir@rvkskolar , sími 4117200
Unda Brauna fulltrúi nemenda unda.brauna@rvkskolar.is sími 4117200
Kristófer Nökkvi Sigurðsson forstöðumaður Draumalands fulltrúi grenndarsamfélags kristofer.nokkvi.sigurdsson@reykjavik.is sími 4117200
„Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda“
(lög um grunnskóla 91/2008).
Starfsáætlun skólaráðs skólaárið 2019-2020
September |
|
Október |
|
Nóvember |
|
Desember |
|
Janúar |
|
Febrúar |
|
Mars |
|
Apríl |
|
Maí |
|
Júní |
|
Fundargerðir 2019-2020:
Eldri fundargerðir:
Foreldrafélag og foreldrastarf
Markmið félagsins eru að efla samstarf heimilis og skóla, koma á framfæri sjónarmiðum foreldra varðandi skólamál, efla kynni foreldra innbyrðis og við starfsmenn skólans, efla þekkingu foreldra á starfsemi skólans, styrkja menningar- og félagslíf innan skólans, koma á umræðu- og fræðslufundum um uppeldis- og skólamál í samráði við skólann, taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra. Foreldrafélag Austurbæjarskóla, FFAUST, heldur úti fésbókarsíðu sem vettvangi fyrir almenna umræðu um skólamál.
kólaárið 2019-2020 skipa stjórn Foreldrafélags Austurbæjarskóla:
Sonja Þórey Þórsdóttir
sonjathorey@gmail.com
Móheiður Helga Huldudóttir Obel
moheidur@mac.com
Þórunn Hafstað
tota10000@gmail.com
Hanna Björk Valsdóttir
hannabjork@gmail.com
Foreldrafélag og bekkjarfulltrúar standa fyrir fræðslufundum og ýmsum uppákomum s.s. bekkjarkvöldum, jólaföndri, bekkjagrillveislum að vori, ýmis konar helgarferðum, vettvangsferðum, útivistardegi o.fl. Vorhátíð skólans er samstarfsverkefni skólans og foreldrasamfélagsins, einnig aðstoða foreldrar við ýmsar fjáraflanir bekkja s.s. kaffisölu. Sjá hugmyndalista á heimasíðu.
Árleg verkefni foreldra er jólaföndurdagur, ýmsar fjáraflanir eldri árganga, vorhátíð og útskrift 10. bekkjar, fastir samráðs- og fræðslufundir s.s. SAFT, Marita og Tölum saman.
Af einstökum verkefnum má nefna Uppskeru í unglingadeild, örfyrirlestra og sýningu á verkum nemenda í 8.,9., og 10. bekk.
Á heimasíðu foreldrafélagsins er tengill á heftið Framlag foreldra í Austurbæjarskóla – það er gæfa að vera í góðum bekk og samheldnum árgangi. Þar er hugmyndalisti að leikjum og öðrum viðfangsefnum fyrir alla árganga.
Árleg verkefni foreldra er jólaföndurdagur, ýmsar fjáraflanir eldri árganga, vorhátíð og útskrift 10. bekkjar, fastir samráðs- og fræðslufundir s.s. SAFT, Marita og Tölum saman.
Af einstökum verkefnum má nefna Uppskeru í unglingadeild, örfyrirlestra og sýningu á verkum nemenda í 8.,9., og 10. bekk.
Á heimasíðu foreldrafélagsins er tengill á heftið Framlag foreldra í Austurbæjarskóla – það er gæfa að vera í góðum bekk og samheldnum árgangi. Þar er hugmyndalisti að leikjum og öðrum viðfangsefnum fyrir alla árganga.
Við skólann starfa 55 bekkjarfulltrúar.
Nöfn þeirra og netföng eru á heimasíðu Foreldrafélags Austurbæjarskóla og tengill á hana á austurbaejarskoli.is
Viðhorfskönnun foreldra 2018
Viðhorfskönnun foreldra var lögð fyrir í febrúar og mars mánuði 2018. Framkvæmdin var í höndum skóla – og frístundasviðs. Úrtak sem var tekið úr hverjum skóla endurspeglar fjölda barna í árgangi og kynjadreifingu í skólanum. Aðeins ein könnun var send á hvert heimili.
Fyrir hverja spurningu er reiknuð einkunn á bilinu 1 til 5 og er hærri einkunn alltaf jákvæðari niðurstaða. Einkunnin er lituð svo auðveldara sé að átta sig á niðurstöðunum í fljótu bragði. Grænn gefur til kynna einkunnina 4 eða hærra, gulur einkunnina 3 til 4 og rauður lægri en 3.
Bakgrunnsgreyturnar eru skólastig og kyn. Til að tryggja að enginn leið sé að rekja svör til einstakra þátttakenda birtast niðurstöðurnar ekki eftir bakgrunnsbreytum ef færri en 5 eru í hópi. Þá er hægt að skoða svör skólans í samanburði við Reykjavík í heild. Ef músinni er haldið fyrir ofan hverja súlu sést textinn allur, einkunn fyrir skólann og fyrir Reykjavík í heild.
Foreldranámskeið/fundir:
- Að vori er haldin kynning fyrir foreldra 6 ára barna. Í ágúst/september eru kynningar um skólastarf og námsefni fyrir alla foreldra.
- Boðað er til funda t.d. vegna kynningar á Olweusar verkefninu gegn einelti. Foreldrum 8. og 9. bekkja er boðið á fræðslufundinn “Hættu áður en þú byrjar”, sem er Marita verkefni um vímuefnavarnir. Einnig er foreldrafræðsla um tölvur og örugga netnotkun barna og unglinga.
- Stöðugt er unnið að umbótum í samskiptum skólans við foreldra erlendra barna.
- Foreldrafélagið útbjó skilaboðaskjóðu foreldra til að bjóða í afmæli, bekkjarskemmtun, vettvangsferðir og foreldrafund á 10 helstu tungumálum foreldra og nemenda skólans en þau eru milli 30 og 40 talsins.
Meginmarkmið samstarfs foreldra og starfsfólks Austurbæjarskóla er að tryggja hagsmuni og velferð nemenda og að þeir öðlist aukið öryggi við að finna gagnkvæmt traust og virðingu. Mikilvægt er að samræmi sé í gildum og væntingum heima fyrir og í skólanum eins og kostur er. Í skólanámskrá og samvinnu foreldra og skóla er fjallað um mikilvægi þess að foreldrar séu virkir þátttakendur, ábyrgir og upplýstir samstarfsaðilar.
Markmið foreldrasamstarfs
- Að efla samstarf um skólastarfið
- Að stuðla að góðum tengslum skóla og heimila
- Að foreldrar séu virkir þátttakendur í námi barna sinna
- Að öflugt upplýsingastreymi sé á milli skóla og foreldra um nám, líðan og velferð nemenda
- Að bjóða foreldrum í skólann við ólík tækifæri
Áætlun um samstarf skóla og skólaforeldra
Atburður |
Markmið | Tími | Viðmið um árangur | Umbótaáætlun | Ábyrgðaraðilar | ||||
Fundir skólaráðs | Að taka þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans í samræmi við stefnu sveitarfélags um skólahald. | Ágúst - júní, 4-6 vikna fresti | Að skrá fundargerðir og fylgja eftir þeim verkefnum sem ákveðin eru á fundum. | Funda með nemendaráði og stjórn foreldrafélags | Skólastjóri | ||||
Fundir stjórnenda með formanni stjórnar foreldrafélags | Að efla samstarf um skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimila og skóla og upplýsingaflæði. | Ágúst – júní, 2 vikna fresti | Stjórnendur og formaður skrá athugasemdir og vinna út frá þeim | Skólastjórnendur | |||||
Haustfundir skólans í bekkjum með foreldrum og kennurum | Að kynna starf vetrarins.
Kosning bekkjarfulltrúa |
September | Upplýsingaflæði til foreldra
Bekkjarfulltrúar starfa í öllum árgöngum |
Bæklingur frá foreldrafélagi | Skólastjórnendur, stjórn foreldrafélags og umsjónarkennarar |
Áætlun um samstarf Austurbæjarskóla og skólaforeldra frh.
Samráðsfundur bekkjarfulltrúa, stjórnar foreldrafélags og skólastjórnenda | Að efla samstarf um skólastarfið
Að upplýsa um starfsemi skóla og foreldrafélags/bekkjarfulltrúa Að styrkja tengsl heimila og skóla |
Október | Að skrá fundargerðir og fylgja eftir þeim verkefnum sem ákveðin eru | Stjórn foreldrafélags og skólastjórnendur |
Foreldradagar | Að kennarar , nemendur og foreldar eigi hefðbundið samtal um einstaka nemendur | Október og febrúar | Virkt samráð og upplýsingaflæði milli umsjónarkennara og foreldra | Skólastjórnendur, foreldrar og kennarar |
Bekkjarkvöld | Að efla sköpunargáfu nemenda og frumkvæði
Að efla og styrkja tengsl foreldra og barna Að hafa gaman saman |
Einu sinni á önn | Góð samvera og samstarf milli heimilis og skóla
Öflugt bekkjarstarf |
Bekkjarfulltrúar og umsjónarkennarar |
Nemendaferðir | Að efla félags- og tilfinningaþroska nemenda og stuðla að auknu sjálfstæði | Breytilegt | Efling sjálfstæðis nemenda og aukin fjölbreytni í skólastarfinu með stuðningi foreldra.
Fjáröflun v. nemferða. |
Skólastjórnendur, foreldrar og umsjónarkennarar |
Jólaföndur | Að efla og styrkja samstarf foreldra og barna
Að styrkja tengsl foreldra Að hafa gaman saman |
Nóvember/desember | Góð samvera og samstarf milli heimilis og skóla | Stjórn foreldrafélagsins og bekkjarfulltrúar |
Áætlun um samstarf Austurbæjarskóla og skólaforeldra frh.
Jólaskemmtun | Að nemendur skólans beri ábyrgð á jólaskemmtun
Að efla sköpunargáfu nemenda og frumkvæði Að hafa gaman saman Að stuðla að heimsóknum foreldra í skólann |
Desember. | Efling sjálfstæðis og félagsþroska nemenda og aukin fjölbreytni í skólastarfinu. Góð samvera og samstarf milli heimilis og skóla. | Skólastjórnendur, umsjónakennarar og tónmenntakennari | |||||
Vorhátíð | Að efla samstarf foreldra, skóla og nemenda
Samhugur skólasamfélags og íbúa hverfis Að fagna fjölbreytileika |
Maí | Góð samvera og samstarf
Að sem flestir taki þátt Stærsta hátíð skólans |
Skólastjórnendur, foreldrafélag og starfsmenn skóla | |||||
Kynningarfundir fyrir foreldra 1. bekkinga að vori og hausti. | Að kynna starfsemi skólans
Fræðsla um þær breytingar sem barnið er að ganga í gengum bæði við upphaf skólagöngu Kynning á foreldrafélagi |
September | Betra upplýsingaflæði til foreldra og aukið samstarf | Að fá foreldra til að mæta | Skólastjónendur, stjórn foreldrafélags og umsjónarkennarar | ||||
Mentor/
heimasíða/ föstudagsbréf |
Að veita foreldrum sem bestar upplýsingar um skólastarfið og elfa upplýsingaflæði milli heimils og skóla | Ágúst – júní | Gott upplýsingaflæði milli heimilis og skóla | Að samræma hvað á að vera í föstudagsbréfi | Skólastjórnendur og umsjónarkennarar | ||||
Heimanám | Að foreldri fái innsýn í nám barnsins og eigi hlutdeild í námi þess | September – maí | Heimanám hafi tilgang | Kennarar | |||||
Námsmat | Að veita upplýsingar um námsframvindu nemenda og hvort markmiðum sé náð | Formlegt námsmat janúar og maí
Leiðbeinandi námsmat ágúst – júní |
Bæta námsárangur nemenda út frá hans eigin getu og forsendum | Skólastjórnendur og umsjónarkennarar |
Nemendafélag
Í lögum um grunnskóla, 91/2008, segir í 10. gr.um starfsemi nemendafélaga við grunnskóla:
„Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr“.
Við Austurbæjarskóla starfar nemendafélag. Nemendafélagið vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nafn félagsins er Nemendafélag Austurbæjarskóla og starfar það samkvæmt áður nefndum lögum um grunnskóla. Allir nemendur Austurbæjarskóla teljast félagar í nemendafélagi Austurbæjarskóla. Valdir eru fulltrúar úr 8. – 10. bekk sem eru fulltrúar sinna árganga í nemendaráði. Val á fulltrúum árganga fer fram á bekkjarfundi, eru tveir fulltrúar valdir úr hverjum bekk. Skipa skal formann og varaformann úr þeim hópi. Stjórn nemendaráðs fundar á tveggja vikna fresti. Nemendaráð setur sér starfsáætlun strax í upphafi vetrar með yfirliti yfir helstu viðburði skólaársins.
Skólastjóri ræður umsjónarmann félagsstarfs sem starfar með nemendum. Umsjónarmaður félagsstarfs gætir þess að eiga gott samstarf við starfsfólk hjá félagsmiðstöðinni 101.
Allir nemendur í 8.-10. bekk geta valið að starfa í nefndum á vegum nemendaráðs. Nefndir sem starfa eru breytilegar frá ári til árs t.d. má nefna ball- og skreytingaráð, dj- og tækninefnd, árshátíðarnefnd og auglýsinga- og peppnefnd. Fundað er í nefndum eftir þörfum. Haldnir eru fundir reglulega þar sem allar nefndir koma saman.
Nemendur sækja fundi í samstarfi við Háteigsskóla, Hagaskóla og Hlíðaskóla eftir því sem við á. Tveir fulltrúar nemenda eru kosnir í skólaráð og sitja fundi þess. Þá eiga nemendur sæti í 101-ráði.
Starfsreglur nemendaráðs:
Lög nemendaráðs Austurbæjarskóla
- grein. Ráðið heitir Nemendaráð Austurbæjarskóla, skammstafað N.AU.
- grein. Tilgangur N.AU. er að efla félaglegan áhuga nemenda, stuðla að félagsstarfi í skólanum og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans.
- grein. Í upphafi hvers skólaárs er kosið í nemendaráð sem gegnir jafnframt hlutverki stjórnar N.AU. út skólaárið . Í nemendaráði skulu sitja tveir fulltrúar úr hverri bekkjardeild í 8-10.bek. Skipa skal formann og varaformann úr þeim hópi. Val á fulltrúum árganga fer fram á bekkjarfundi, eru tveir fulltrúar valdir úr hverjum bekk.
- grein. Nemendaráð skipar sjálft ritara á hverjum fundi.
- grein. Nemendaráð er tengiliður nemenda við skólayfirvöld og hefur yfirumsjón með félagsstarfi við skólann. Nemendur geta snúið sér til fulltrúa í nemendaráði til að koma málefnum á framfæri við skólastjórnendur og/eða skólaráð.
- grein. Nemendaráð getur stofnsett nefndir til að annast ákveðin verkefni, t.d. ritnefnd, árshátíðarnefnd, skreytingarnefnd og geta allir nemendur í 8-10.bekk gefið kost á sér í nefndir. Nemendaráð í samstarfi við félagsstarfskennara velur formenn nefnda. Formenn halda utan um verkáætlun nefndarinnar.
- Nemendaráð kemur að jafnið saman til fundar tvisvar sinnum í mánuði (annan hvern þriðjudag kl.15:00). Fulltrúar bera upp mál til umfjöllunar. Einfaldur meirihluti nægir til þessa að samþykkja mál innan nemendaráðs.
Elísabet Erlendsdóttir Elisabet.Erlendsdottir@rvkskolar.is
Hallgrímur Loki Hallgrímsson Hallgrimur.Loki.Hallgrimsson@rvkskolar.is
Þórdís Daðadóttir Thordis.Dadadottir@rvkskolar.is
Sigrún Benediktsdóttir Sigrun.Benediktsdottir@rvkskolar.is
Guðrún Laufey Ólafsdóttir Gudrun.Laufey.Olafsdottir@rvkskolar.is
Erna María Beck Erna.Maria.Beck@rvkskolar.is
Jóhanna Júlíusdóttir Johanna.Juliusdottir1@rvkskolar.is
Jóhann Ástráðsson johannastrads@gmail.com
Jörundur Orrason Jorundur.Orrason@rvkskolar.is
Styrmir Björn Gunnarsson styrmirbjorn@gmail.com
Óðinn Flóki Þorgeirsson Odinn.Floki.Thorgeirsson@rvkskolar.is
Ragnheiður Eyja Ólafsdóttir Ragnheidur.Eyja.Olafsdottir@rvkskolar.is
Varamenn:
Natalía Natalía Bóel Márusdóttir Natalia.Boel.Marusdottir@rvkskolar.is
Inghildur Síta Gísladóttir Inghildur.Sita.Gisladottir@rvkskolar.is
Jonathan Jens Beiningsson Jonathan.Jens.Beiningsson@rvkskolar.is
Laufey Steinunn Kristinsdóttir Laufey.Steinunn.Kristinsdottir@rvkskolar.is
Þór Ástráðsson Thor.Astthorsson@rvkskolar.is
Iðunn Gróa Sighvatsdóttir Idunn.Groa.Sighvatsdottir@rvkskolar.is
Haldin eru opin kvöld vikulega og skólaböll nokkrum sinnum á vetri. Sjá 100og1.
Árshátíð unglingadeildar er haldin í skólanum í samvinnu skólans, félagsmiðstöðvarinnar og nemenda. Öskudagur er viðburðadagur.
Æft er fyrir Skrekk árlega. Kennarar skólans vinna með nemendum í félagsstarfi og eru þeim til aðstoðar ásamt starfsfólki félagsmiðstöðvarinnar 100og1.