Skólareglur Austurbæjarskóla
Skólareglur Austurbæjarskóla eru byggðar á reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum nr. 1040/2011 en í 9. grein segir: „Í skólareglum skal m.a. kveðið á um almenna umgengni, samskipti, háttsemi, stundvísi, ástundun náms, hollustu og heilbrigðar lífsvenjur, ábyrgð, réttindi og skyldur. Í reglunum skal koma fram hvernig skólinn hyggst bregðast við brotum á þeim“. Samskipti í Austurbæjarskóla grundvallast á gagnkvæmri virðingu, jákvæðni, kurteisi og tillitssemi.
- Samskipti og háttsemi
Nemendur skulu ávallt koma fram af prúðmennsku og háttvísi í skólanum og þar sem þeir eru á vegum skólans. Nemendum ber að fara að fyrirmælum skólastjórnenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. Hegðun sem veldur truflun og kemur í veg fyrir að hver og einn nemandi geti nýtt sér kennslustundir til fulls er óleyfileg. Ofbeldi í hvaða mynd sem er, er stranglega bannað. Nemendur fari úr skóm í anddyri. Skór eru settir í skápa eða þeim raðað framan við kennslustofur. Yfirhafnir eru settar í skáp eða á stólbak. - Stundvísi og ástundun náms
Nemendur skulu mæta stundvíslega og með viðeigandi námsgögn. Tilkynna þarf veikindi og önnur forföll nemenda á skrifstofu skólans, eða í gegnum Mentor eins fljótt og verða má. Mikilvægt er að foreldrar tilkynni forföll vegna veikinda daglega. Ef forföll eru ekki tilkynnt samdægurs af forráðamanni nemanda er litið svo á að um óheimila fjarvist sé að ræða. Umsjónarkennari getur veitt nemanda leyfi í einn dag en lengri leyfi þarf að sækja um á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á skrifstofu. - Frímínútur
Á skólalóð skulu nemendur sýna aðgæslu og tillitssemi. Nemendur í 1. – 7. bekk eru úti í frímínútum og er þeim óheimilt að fara út af skólalóð. Notkun hjóla, hlaupahjóla, hjólabretta, línu- og/eða hjólaskauta og hjólaskóa er bönnuð á skólalóðinni og í skólanum. - Hollusta og heilbrigðar lífsvenjur
Skólinn er heilsueflandi grunnskóli og leggur áherslu á að nemendur neyti hollrar og næringarríkrar fæðu. Neysla gosdrykkja og sælgætis er óheimil nema við sérstök tilefni. Reykingar, rafrettur og notkun áfengis, tóbaks og fíkniefna er stranglega bönnuð í skólanum, á skólalóð, í nágrenni skólans og alls staðar þar sem nemendur eru á vegum skólans. - Notkun myndavéla, farsíma og hvers kyns snjalltækja
Notkun síma, myndavéla og hvers kyns snjalltækja er bönnuð á bókasafni í matsal og í búningsherbergjum íþróttasalar og sundlaugar. Nemendur skulu setja síma/snjalltæki á „símahótel“ við upphaf kennslustunda. Notkun snjalltækja í kennslustundum er ávallt undir stjórn og háð samþykki kennara. Mynd- og hljóðupptökur eru óheimilar í skólahúsnæði og á skólalóð Austurbæjarskóla nema með leyfi starfsmanna. - Umgengni og eignaspjöll
Nemendur skulu temja sér góða umgengni innandyra og á skólalóð og bera virðingu fyrir eignum skólans og annarra. Óheimilt er að koma með eldfæri og hvers kyns hluti sem geta valdið skaða s.s. hnífa, skrúfjárn o.s.frv. Valdi nemendur tjóni á eigum skólans eða annarra s.s. á tækjum, húsbúnaði og bókum geta forráðamenn átt von á að þurfa að bæta tjónið. - Verðmæti.
Skólinn ber hvorki ábyrgð á persónulegum munum né fjármunum nemenda. - Nemendaferðir.
Hafi málum nemanda verið vísað til skólastjóra vegna alvarlegra brota á skólareglum er það ákvörðun skólastjórnar í samráði við umsjónarkennara hvort viðkomandi nemandi fær heimild til þátttöku í ferð á vegum skólans. Fari nemandi af einhverri ástæðu ekki með í skipulagðar vettvangs- eða nemendaferðir er honum ætlað að mæta í skólann til annars skólastarfs. Gerist nemandi sekur um brot á skólareglum eða landslögum þar sem hann er á vegum skólans verður hann sendur heim á kostnað forráðamanna sinna.
Viðurlög
Unnið er með óæskilega hegðun nemenda í samvinnu við nemendur og forráðamenn þeirra. Með agabrot verður farið samkvæmt vinnureglum skólans, reglugerð um agabrot og skólareglum og verklagsreglum Reykjavíkurborgar. Málsatvik viðkomandi nemanda eru skráð í nemendabókhaldskerfi skólans.
1.stigs agabrot
Til 1. stigs agabrota telst:
- þras/ögrun/rifrildi
- truflar athafnir/leiki/vinnu annarra
- gengur illa um
- pot/hrindingar/árekstrar
Umsjónarkennari/kennari/starfsmaður, sem verður vitni að atburðinum, tekur nemandann til hliðar og ræðir alvarlega við hann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Nemanda er leiðbeint og lögð áhersla á að hann átti sig á ábyrgð sinni, skilji í hverju brot hans fólst og viti hvernig hann á að bregðast við næst. Lögð er áhersla á að kennari/starfsmaður hvetji nemanda til að bæta sig og hrósi honum fyrir samvinnu.
- stigs agabrot
Til 2. stigs agabrota telst:
- særandi/niðrandi orðbragð/hæðni
- óhlýðni/neitar að fylgja fyrirmælum
- ósannsögli/svik/svindl
- áreiti/hrekkir/stríðni
- annað (s.s. nemandi gengur út úr tíma)
Sá umsjónarkennari eða kennari (kenni hann nemandanum), sem verður vitni að agabrotinu hefur samband við foreldra og óskar eftir samstarfi við að aðstoða og styðja nemandann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Atburðurinn er skráður af kennara sem verður vitni að agabrotinu í dagbók nemandans í Mentor og tilkynnir hann umsjónarkennara um málið.
Verði starfsmenn/kennarar (sem ekki kenna nemandanum) vitni að 2. stigs agabroti koma þeir upplýsingum um það til umsjónarkennara nemandans. Umsjónarkennari tekur við málinu, hefur samband við foreldra og óskar eftir samstarfi við að aðstoða og styðja nemandann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Atburðurinn er skráður af umsjónarkennara í dagbók nemandans í Mentor.
Yfirgefi nemandi kennslustund án leyfis hringir kennari heim til nemandans, gerir grein fyrir brotthvarfinu og óskar eftir samstarfi við heimilið um að veita nemandanum tiltal.
- stigs agabrot
Til 3. stigs agabrota telst:
- ofbeldi/slagsmál/ógnandi hegðun
· skemmdarverk
· þjófnaður
· annað (s.s vopn, eldfæri, reykingar og fíkniefni)
Nemandi er tekinn úr aðstæðum. Umsjónarkennari eða skólastjórnandi hefur strax samband við heimili geranda og óskar eftir að nemandinn verði sóttur eða heimilið taki á móti nemandanum. Einnig hefur skólastjórnandi samband við heimili þolanda. Ólögleg hegðun er tilkynnt lögreglu.
Atburðurinn er skráður í dagbók nemandans í Mentor. Meginreglan er sú að boðað er til fundar með foreldrum, nemanda, umsjónarkennara og skólastjórnanda áður en nemandinn fær að koma aftur í skólann.
Við úrvinnslu agamála er hægt að kalla til ýmsa aðila t.d. námsráðgjafa, sérkennara, hjúkrunarfræðing o.fl. Einnig er hægt að vísa málum til nemendaverndarráðs og lausnateymis. Ef mál nemanda þróast þannig að kennarar, foreldrar og stjórnendur í Austurbæjarskóla finna ekki leið til úrbóta vegna agabrota hans getur þurft að vísa málinu til Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar- og Hlíða, fræðsluyfirvalda í Reykjavík og/eða barnaverndaryfirvalda þegar það á við.
Viðbrögð við alvarlegum brotum á skólareglum
Gerist nemandi sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum er heimilt að vísa honum tímabundið úr skóla meðan leitað er lausna á máli hans. Hið sama á við ef nemandinn virðir fyrirmæli æðstu stjórnenda skólans, þ.e. skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, að vettugi. Við vinnslu slíkra mála er farið að verklagsreglum Reykjavíkurborgar sem fjalla um viðbrögð við hegðunar- og samskiptavanda, skólasóknar- og ástundunarvanda og viðbrögð við lögbrotum og alvarlegum brotum nemenda á skólareglum. „Ef allt um þrýtur og brot nemenda eru mjög alvarleg s.s. ef hann veldur öðrum skaða eða eignatjóni, er heimilt að víkja honum ótímabundið úr skóla. Það skal þó ekki gert fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar“ (Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum 1040/2011).
Starfsmönnum skóla er óheimilt að neyta aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva nemandann og koma í veg fyrir að hann valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni. Í tilvikum sem þessum skal ávallt greina forráðamönnum tafarlaust frá málavöxtum.
5.1.5 Reglur um tölvu- og farsímanotkun í skóla
Nemendum er óheimilt að hafa kveikt á GSM-símum, Ipod, Mp3 spilurum eða öðrum búnaði í kennslustundum og á fræðslufundum. Misnotkun varðar afnotamissi um lengri eða skemmri tíma. Skólinn tekur ekki ábyrgð á dýrum tækjum sem hverfa.
Skólasóknarferill Austurbæjarskóla tekur mið af verkferli fyrir skólasóknarkerfi grunnskóla Reykjavíkur sem samþykktur var í Skóla-og frístundaráði Reykjavíkurborgar þann 12. nóvember 2019.
Komi nemandi í kennslustund eftir að kennsla hefst fær hann eitt fjarvistarstig. Fyrir óheimila fjarvist fær nemandi tvö fjarvistarstig. Umsjónarkennari sendir foreldrum vikulega upplýsingar í tölvupósti um stöðu skólasóknar.
5.2.1 Viðbrögð vegna ófullnægjandi skólasóknar
10 stig
Umsjónarkennari ræðir við nemanda en foreldri ef nemandi er á yngsta stigi. Skráð í Mentor að viðtal hafi farið fram og birt foreldri.
15 stig
Umsjónarkennari hringir í foreldri, upplýsir um stöðu skólasóknar og leitar eftir samstarfi við heimilið. Skráir í Mentor að fundur hafi farið fram.
20 stig
Fundur með umsjónarkennara, nemanda, foreldrum og skólastjórnanda eða fulltrúa hans. Skráð í Mentor að fundur hafi farið fram.
30 stig
Fundur með umsjónarkennara, nemanda, foreldrum og skólastjórnanda eða fulltrúa hans og fulltrúa þjónustumiðstöðvar. Skráð í Mentor að fundur hafi farið fram.
50 stig
Málið tekið fyrir í nemendaverndarráði. Skólastjóri fyrir hönd nemendaverndarráðs tilkynnir skólasókn nemandans til Barnaverndar Reykjavíkur. Barnavernd boðar til tilkynningafundar. Málið unnið samkvæmt verklagsreglum skóla-og frístundasviðs og velferðasviðs um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins vegna nemenda með fjölþættan vanda.
5.3 Viðurlög við brotum á skólareglum
Unnið er með óæskilega hegðun nemenda í samvinnu við nemendur og forráðamenn þeirra. Með agabrot verður farið samkvæmt vinnureglum skólans, reglugerð um agabrot og skólareglum og verklagsreglum Reykjavíkurborgar. Málsatvik viðkomandi nemanda eru skráð í nemendabókhaldskerfi skólans.
1.stigs agabrot
Til 1. stigs agabrota telst:
- þras/ögrun/rifrildi
- truflar athafnir/leiki/vinnu annarra
- gengur illa um
- pot/hrindingar/árekstrar
Umsjónarkennari/kennari/starfsmaður, sem verður vitni að atburðinum, tekur nemandann til hliðar og ræðir alvarlega við hann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Nemanda er leiðbeint og lögð áhersla á að hann átti sig á ábyrgð sinni, skilji í hverju brot hans fólst og viti hvernig hann á að bregðast við næst. Lögð er áhersla á að kennari/starfsmaður hvetji nemanda til að bæta sig og hrósi honum fyrir samvinnu.
- stigs agabrot
Til 2. stigs agabrota telst:
- særandi/niðrandi orðbragð/hæðni
- óhlýðni/neitar að fylgja fyrirmælum
- ósannsögli/svik/svindl
- áreiti/hrekkir/stríðni
- annað (s.s nemandi gengur út úr tíma)
Sá umsjónarkennari eða kennari (kenni hann nemandanum), sem verður vitni að agabrotinu hefur samband við foreldra og óskar eftir samstarfi við að aðstoða og styðja nemandann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Atburðurinn er skráður af kennara sem verður vitni að agabrotinu í dagbók nemandans í Mentor og tilkynnir hann umsjónarkennara um málið.
Verði starfsmenn/kennarar (sem ekki kenna nemandanum) vitni að 2. stigs agabroti koma þeir upplýsingum um það til umsjónarkennara nemandans. Umsjónarkennari tekur við málinu, hefur samband við foreldra og óskar eftir samstarfi við að aðstoða og styðja nemandann. Nemanda skal gefinn kostur á að tjá sig um málið. Atburðurinn er skráður af umsjónarkennara í dagbók nemandans í Mentor.
Yfirgefi nemandi kennslustund án leyfis hringir kennari heim til nemandans, gerir grein fyrir brotthvarfinu og óskar eftir samstarfi við heimilið um að veita nemandanum tiltal.
- stigs agabrot
Til 3. stigs agabrota telst:
- ofbeldi/slagsmál/ógnandi hegðun
· skemmdarverk
· þjófnaður
· annað (s.s vopn, eldfæri, reykingar og fíkniefni)
Nemandi er tekinn úr aðstæðum. Umsjónarkennari eða skólastjórnandi hefur strax samband við heimili geranda og óskar eftir að nemandinn verði sóttur eða heimilið taki á móti nemandanum. Einnig hefur skólastjórnandi samband við heimili þolanda. Ólögleg hegðun er tilkynnt lögreglu.
Atburðurinn er skráður í dagbók nemandans í Mentor. Meginreglan er sú að boðað er til fundar með foreldrum, nemanda, umsjónarkennara og skólastjórnanda áður en nemandinn fær að koma aftur í skólann.
Við úrvinnslu agamála er hægt að kalla til ýmsa aðila t.d. námsráðgjafa, sérkennara, hjúkrunarfræðing o.fl. Einnig er hægt að vísa málum til nemendaverndarráðs og lausnateymis. Ef mál nemanda þróast þannig að kennarar, foreldrar og stjórnendur í Austurbæjarskóla finna ekki leið til úrbóta vegna agabrota hans getur þurft að vísa málinu til Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar- og Hlíða, fræðsluyfirvalda í Reykjavík og/eða barnaverndaryfirvalda þegar það á við.
5.4 Viðurlög við hegðunarfrávikum og alvarlegum brotum
Gerist nemandi sekur um alvarleg eða endurtekin brot á skólareglum er heimilt að vísa honum tímabundið úr skóla meðan leitað er lausna á máli hans. Hið sama á við ef nemandinn virðir fyrirmæli æðstu stjórnenda skólans, þ.e. skólastjóra og aðstoðarskólastjóra, að vettugi. Við vinnslu slíkra mála er farið að verklagsreglum Reykjavíkurborgar sem fjalla um viðbrögð við hegðunar- og samskiptavanda, skólasóknar- og ástundunarvanda og viðbrögð við lögbrotum og alvarlegum brotum nemenda á skólareglum. „Ef allt um þrýtur og brot nemenda eru mjög alvarleg s.s. ef hann veldur öðrum skaða eða eignatjóni, er heimilt að víkja honum ótímabundið úr skóla. Það skal þó ekki gert fyrr en allar aðrar leiðir hafa verið reyndar“ (Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum 1040/2011).
Starfsmönnum skóla er óheimilt að neyta aflsmunar nema nauðsyn krefji til að stöðva nemandann og koma í veg fyrir að hann valdi sjálfum sér eða öðrum skaða eða eignatjóni. Í tilvikum sem þessum skal ávallt greina forráðamönnum tafarlaust frá málavöxtum.
5.5 Skólabragur og stefna gegn ofbeldi
Fyrsta meginmarkmið skólans er að öllum líði vel þar. Við sýnum hvert öðru virðingu, vinsemd og hlýju. Við höfnum einelti, fordómum og ofbeldi, hvort sem er í orðum eða gjörðum. Komi þau mál upp fara þau strax í ákveðinn farveg. Skólinn er þátttakandi í og vinnur samkvæmt Olveusáætluninni gegn einelti. Í henni felst virk samvinna heimilis og skóla í forvörnum og viðbrögðum gegn einelti ef það kemur upp. Nemendur og foreldrar eru hvattir til að láta kennara strax vita, ef grunur vaknar um einelti. Umsjónarkennari rannsakar málið strax í samvinnu við eineltisteymi. Líðan nemenda er könnuð með reglubundnum hætti
5.6 Ferli varðandi stuðning við nemendur sem verða fyrir ofbeldi
Verði nemandi fyrir ofbeldi skal þolanda tryggt öryggi eftir því sem kostur er og í samvinnu við foreldra skapað öryggisnet sem hindrar að ofbeldið haldi áfram. Það felst í því að starfsfólk og kennarar sem að nemandanum koma fylgjast með samskiptum gerenda og þolanda eins og kostur er. Einnig býðst þolanda að fara í regluleg viðtöl hjá námsráðgjafa. Auk þess eru foreldrar kallaðir til samstarfs um að fylgjast með líðan og láta strax vita ef eitthvað ber út af. Umsjónarkennari skal vera ábyrgur fyrir því að fylgst sé með þolanda með því að kalla reglulega eftir upplýsingum.
5.7 Ferli varðandi stuðning við nemendur sem beita ofbeldi
Beiti nemandi ofbeldi er unnið með málið samkvæmt skólareglum (sjá hér að ofan). Ævinlega er unnið í nánu samstarfi við foreldra. Ef ofbeldið hættir ekki þrátt fyrir viðtöl við stjórnendur, kennara og námsráðgjafa er óskað eftir aðstoð frá þjónustumiðstöð. Gagnist ekki þær bjargir sem þjónustumiðstöð hefur að bjóða skal foreldrum kynnt námsúrræði Brúarsels og Brúarskóla.
5.8 Þjónusta við grunnskólanemendur með fjölþættan vanda
Nemendaverndarráð vinnur með mál nemenda með fjölþættan vanda bæði með starfsfólki skólans og fagaðilum utan skóla. Sérkennarar í námsverum og nýbúadeild, námsráðgjafi, þroskaþjálfi, atferlisfræðingur, hjúkrunarfræðingur, eineltisteymi o.fl. sem tilheyra stoðþjónustu skólans koma að málum þar sem við á.
5.9 Bekkjarreglur og umsjónarmenn
Skólareglur eru sýnilegar víða í skólanum og minnt á þær eftir þörfum.
Auk þess semja nemendur, í samvinnu við umsjónarkennara, bekkjarreglur fyrir sína stofu. Þar er oft nánar kveðið á um umgengni, meðferð námsgagna, hegðun og samskiptahætti. Nemendur skiptast á að hafa umsjón með stofunni sinni og aðstoða kennarann.