Hagnýtar upplýsingar
Austurbæjarskóli
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 7:45 - 15:00
4117200
Netfang
austurbaejarskoli@rvkskolar.is
Heimilisfang
Barónsstígur 32, 101 Reykjavík
Frístundaheimilið Draumaland
Forstöðumaður er Kristófer Nökkvi Sigurðsson
Sími
4115570 eða 4115571
Félagsmiðstöð 100og1
Forstöðumaður er Eva Halldóra
Sími
6955075
FORFÖLL NEMENDA
Tilkynna þarf veikindi og önnur forföll nemenda á skrifstofu skólans, eða í gegn um Mentor eins fljótt og verða má. Mikilvægt er að foreldrar tilkynni forföll vegna veikinda daglega. Yfirlit um skólasókn og ástundun nemenda er sent foreldrum vikulega gegnum Mentor. Hafi nemandi verið frá skóla vegna veikinda lengur en 5 daga samfellt getur skólinn farið fram á læknisvottorð. Sé nemandi ítrekað frá skóla vegna veikinda, þó um skamman tíma sé að ræða hverju sinni, getur skólinn farið fram á læknisvottorð.
FORFÖLL KENNARA
Þegar forföll kennara verða leggur skólinn sig fram um að fá afleysingakennara. Þó getur sú staða komið upp að það takist ekki. Í þeim tilvikum geta skólayfirvöld neyðst til að fella niður tíma. Þurfi að fella niður tíma hjá nemendum í 5. - 7. bekk með þeim afleiðingum að nemendur þurfi að fara fyrr heim er alltaf athugað hvort nemendur komast inn heima hjá sér.
Opnunartímar:
- mánud. og föstud. kl. 8.20 - 14.30
- þriðjud. - miðvikud. kl. 8.20-16.00
- fimmtud. kl. 8.20 – 15.00
Lokað í löngu frímínútunum.
Starfsmenn:
Inga Lára Birgisdóttir bókasafnsfræðingur og kennari í fullu starfi og Piret Laas bókasafnsfræðingur og kennari í 65% starfi.
Markmið:
- Kenna nemendum að finna, nota, velja og framleiða ýmis gögn og heimildir.
- Örva lestur.
- Tryggja auðveldan aðgang að safnkosti.
Starfsemi:
Skólasafn Austurbæjarskóla er einkum ætlað nemendum og starfsliði skólans, en foreldrar nemenda eru velkomnir að líta inn og kynnast starfseminni. Safnið er staðsett miðsvæðis á 1. hæð miðálmu. Það er 120 fm að stærð og rúmar um 50 manns í sæti. Skólabókasafnið á um 27.000 bækur og að auki er safnið áskrifandi að tímaritum. Á safninu eru líka ýmis önnur gögn s.s. forrit, mynddiskar, kort, veggspjöld, hljóðbækur, spil og töfl.
Safngögn eru keypt inn í sem mestu samráði við kennara, starfsfólk og nemendur.
Skólasafnið veitir alla almenna þjónustu s.s. útlán, upplýsingaþjónustu og aðstoð við heimildaleit.
Allar bekkjardeildir frá 1.-8. bekk koma vikulega í tíma í ,,upplýsingatækni á bókasafni". Safnkennslan felst m.a. í að nemendur eru þjálfaðir í upplýsingaleit og heimildavinnu. Yngstu nemendurnir fá sögustundir við sitt hæfi. Meðal viðfangsefna í bókasafnstímum hinna ýmsu árganga er t.d. heimilda- og bókmenntaritgerðasmíði , lestur og bókagerð.
Á opnunartíma safnsins er nemendum frjálst að koma til að fá lánaðar bækur eða skoða, lesa og vinna á safninu. Útlánskerfið sem notað er heitir Gegnir. Nemendur og starfsfólk fá tölvuútlánskort og geta lánað sér sjálfir í gegnum kerfið. Algengt er í yngri bekkjunum að nemendur séu með eina til tvær bækur heima af safninu og eina bók í skúffunni sinni í skólanum. Útlánstíminn er 2 vikur og hægt er að endurnýja lán ef þörf krefur.
Ýmis önnur starfsemi fer fram á skólasafninu í samræmi við það sem er efst á baugi í skólanum og samfélaginu hverju sinni.
Rétt er að benda foreldrum á mikilvægi þess að merkja vel töskur, skófatnað, íþróttaföt og annan fatnað sem nemendur koma með í skólann.
Nemendur eru hvattir til að leita til starfsmanna eins fljótt og unnt er ef fatnaður og/eða hlutir týnast í skólanum.
Foreldrar athugi óskilamuni þegar þeir koma í foreldraviðtöl.
Óskilamuni er að finna í viðbyggingu, á þriðju hæð vinstri, og í íþróttahúsi.
Að vori áskilur skólinn sér rétt til að ráðstafa óskilamunum til hjálparstofnana.
Árlega eru foreldrar boðaðir til haustfunda þar sem þeir fá kynningu á skólastarfi komandi skólaárs.
Gestir sem hafa hug á að kynna sér skólastarf í Austurbæjarskóla skulu snúa sér til skólastjórnenda.
Starfsáætlun 2018-2019 má nálgast hér
Nemendur í 5.-10. bekk hafa afnot af nemendaskápum yfir veturinn sér að kostnaðarlausu.
Aðgangsstýring:
Skólastjórnendur taka á móti nemendum milli kl. 8 og 8.20 við aðalinngang og inngang við Vitastíg og í norðanverðu porti. Til að auka öryggi og eftirlit eru þrír inngangar ólæstir og opnir til kl. 8.30. Þá er einum þeirra lokað. Aðeins er opinn inngangur við Vitastíg (þar sem eru baðverðir á vakt) og aðalinngangur eftir kl. 8.30. Útgangar eru fleiri.
Foreldrar og gestir eiga að tilkynna sig til skrifstofu þegar þeir koma í skólann. Skilti við innganga vísa leið að skrifstofu og beina gestum/foreldrum þangað. Ætli þeir að hafa viðdvöl í skólanum fá þeir gestapassa til að bera um háls sér.
Gengið er eftir því að gestapössum sé skilað.
Innra öryggi
Starfsfólki er fyrir lagt að stöðva þá sem ekki eru með „gestapassa“ og spyrja þá hverra erinda þeir séu í skólanum. Hafi þeir ekki gestapassa er þeim vísað á skrifstofu.
Starfsfólki ber að láta stjórnendur vita af grunsamlegum mannaferðum/ökutækjum á bílastæði eða á lóðamörkum.
Starfsmenn á útigæslu eru í gulum vestum yst klæða. Nemendur vita að þeir eiga að gæta öryggis þeirra og að þeir eigi að leita til þeirra ef eitthvað kemur upp á.
Allir starfsmenn bera auðkennisspjöld með mynd.
Kynning og upplýsingagjöf
Verklagsreglur er lúta að öryggi eru kynntar árlega í skólaráði, fyrir stjórn foreldrafélags og á fundi með starfsmönnum. Nýliðar fá sérstaka þjálfun.
Upplýsingar er einnig að finna á heimasíðu.
Forvarnaráætlun Austurbæjarskóla má nálgast hér.
Læsisstefna Austurbæjarskóla, smellið hér
Áfallaáætlun Austurbæjarskóla má nálgast hér.
Þegar upp koma þær aðstæður að ekki er ráðlegt að senda nemendur út í frímínútur er ákvörðun um inniveru tekin af skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Ákvörðun um inniveru er tilkynnt símleiðis af skrifstofu skólans í alla viðkomandi árganga, á bókasafn og til húsvarðar sem kemur boðunum áfram til skólaliða. Öllu starfsfólki er auk þess sendur tölvupóstur þar sem tilkynnt er um inniveru nemenda. Starfsfólk sem á að gegna útigæslu í umræddum frímínútum sinnir þá innigæslu í staðinn. Áður en frímínútur hefjast er æskilegt að kennarar reyni eftir föngum að finna nemendum viðfangsefni sem hafa ofan af fyrir þeim meðan á inniveru stendur. Er þess vænst að nemendur haldi sig í bekkjarstofu.
Sú hefð hefur skapast að hafa bókasafnið opið þegar nemendur inni í frímínútum en slíkt er þó ávallt háð aðstæðum og samþykki starfsfólks á bókasafni.
Sveitarfélög hafa falið Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins að fylgjast með veðri og veðurspám og sendir það út tilkynningar í samráði við lögreglu og fræðsluyfirvöld ef þurfa þykir. Viðvörunarkerfi Veðurstofunnar má finna hér
Tilkynningar verða eftirfarandi:
- Daginn áður vegna veðurspár (appelsínugul eða rauð viðvörun fyrir daginn eftir). (Sé veður í lagi er sjaldnast send út tilkynning vegna þessa en ítrekað fyrir foreldrum að fylgjast með veðri).
- Að morgni dags vegna óveðurs eða færðar (appelsínugul eða rauð viðvörun að morgni dags).
- Síðdegis ef veður hefur versnað meðan á skólahaldi/frístundastarfi stendur (appelsínugul eða rauð viðvörun síðdegis).
- Að morgni dags ef óveður hamlar skólahaldi (rauð viðvörun).
Mikilvægt er að foreldrar/forráðamenn fylgist sjálfir með fréttum af veðri, veðurspám og öðrum upplýsingum sem gætu haft áhrif á skóla- og frístundastarf barna og bregðist við í samræmi við aðstæður hverju sinni. Foreldrar leggja ávallt sjálfir mat á það hvort fylgja þurfi barni í grunnskóla, óháð því hvort tilkynning hafi borist frá yfirvöldum.
Allir nemendur hafa aðgang að mötuneyti skólans.
Skráning fer fram á vefnum Rafræn Reykjavík.
Matseðill er birtur á vef skólans og er samsetning matar og matreiðsla samkvæmt manneldismarkmiðum.
Mánaðarlegt gjald er innheimt samkvæmt ákvörðun borgarráðs níu sinnum á skólaári frá september til loka maí í jöfnum greiðslum.
Innheimta vegna mötuneyta grunnskóla Reykjavíkur er þannig að stofnuð er krafa í banka með gjalddaga í byrjun þess mánaðar sem innheimt er fyrir og 30 dögum síðar er eindagi. Ef reikningur er ekki greiddur færist hann til milliinnheimtu og síðar er áskrift sagt upp. Til að uppsögn taki gildi í lok mánaðar þarf hún að berast í síðasta lagi 20. dag mánaðar.
Hafi barnið ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri við ritara skólans.
Upplýsingar um viðtalstíma kennara má nálgast á mentor og á skrifstofu.
Skólaliðar og stuðningsfulltrúar sjá um gæslu í frímínútum eftir ákveðnu skipulagi.
Gæsluaðilar eru í gulum vestum og því vel sjáanlegir á skólalóðinni.
Austurbæjarskóli er hverfisskóli fyrir íbúa við eftirtaldar götur:
Amtmannsstígur
Baldursgata
Bankastræti
Barónsstígur
Bergstaðastræti
Bergþórugata
Bjargarstígur
Bjarnarstígur
Bókhlöðustígur
Bragagata
Bríetartún
Egilsgata
Eiríksgata
Fjólugata
Fjölnisvegur
Frakkastígur
Freyjugata
Fríkirkjuvegur
Grettisgata til 83 og 86
Grundarstígur
Haðarstigur
Hallveigarstígur
Hellusund
Hringbraut frá 2 – 10
Hverfisgata til 106
Ingólfsstræti
Kárastígur
Klapparstígur
Laufásvegur
Laugavegur til 100
Leifsgata
Lindargata
Lokastígur
Miðstræti
Mímisvegur
Njarðargata
Njálsgata til 87
Nönnugata
Óðinsgata
Rauðarárstígur frá 1 – 13
Sjafnargata
Skálholtsstígur
Skólastræti
Skólavörðustígur
Skúlagata
Smáragata
Smiðjustígur
Snorrabraut jafnar tölur
Sóleyjargata
Spítalastígur
Sölvhólsgata
Týsgata
Traðarkotssund
Urðarstígur
Vatnsstígur
Vegamótastígur
Veghúsastígur
Vitastígur
Þingholtsstræti
Þorfinnsgata
Þórsgata
Skólastarf grunnskóla grundvallast á lögum um grunnskóla nr. 91/2008 og Aðalnámskrá grunnskóla. Auk grunnskólalaga þurfa starfsmenn grunnskóla, nemendur, forráðamenn og aðrir þeir sem að starfinu koma að hafa til hliðsjónar hin ýmsu lög, reglugerðir og reglur sem um starfsemina gilda.
Grunnskólalög
Barnaverndarlög
Reglur um skólahverfi og innritun í grunnskóla Reykjavíkur
Reglugerð um skólagöngu fósturbarna í grunnskólum
Reglur um endurgreiðslur vegna slysa og tjóna sem börn verða fyrir í skólastarfi
Reglur um slysatryggingar barna í skipulögðu starfi á vegum Reykjavíkurborgar
Skýringar með reglum um endurgreiðslu kostnaðar vegna slysa og tjóna er börn verða fyrir í skipulögðu starfi á vegum Reykjavíkurborgar
Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í grunnskólum.
Reglugerð um nemendur með sérþarfir í grunnskóla
Reglugerð um sérfræðiþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverdarráð í grunnskólum.
Reglur um auglýsingar í skóla- og frístundastarfi
Reglugerð um skólaráð
Aðalnámskrá grunnskóla
Viðbragðsáætlun
- Við fyrstu hljóðviðvörun frá eldvarnarkerfi skal haldið kyrru fyrir á námssvæði (í viðbragðsstöðu) nema reykur eða eldur sé sjáanlegur þá skal hefja rýmingu strax. Nemendum raðað í röð (stafrófsröð, ef hægt er að koma því við).
- Ef viðvörunarbjöllur frá eldvarnarkerfi fara af stað aftur er það merki um að yfirgefa skuli bygginguna. Þegar slökkt hefur verið á viðvörun skal rýmingu hætt.
- Starfsmanni sem kannar skýringu á falsboðum ber að koma skilaboðum til stjórnenda/ritara tafarlaust.
- Á raunverulegri hættustund fara nemendur aðeins í útiskó ef kennari telur tíma til þess en halda á eða sleppa yfirhöfnum.
- Í hvert sinn sem innskráning /útskráning á sér stað meðal nemenda og eða starfsmanna skal ritari uppfæra listana sem stuðst er við vegna rýmingar.
Rýmingaráætlun
- Sé eldur laus hringir sá sem fyrstur verður eldsins var í 112 og lætur síðan skrifstofu/stjórnanda vita sem einnig hringir í 112.
- Starfsfólk skólans, Draumalands og 101 kemur strax boðum til skrifstofu ef því er kunnugt um orsök og/eða ef ekki er þörf á rýmingu.
- Slökkviliðið kemur á staðinn og yfirtekur stjórn á vettvangi eftir að skólastjóri hefur gefið upplýsingar um stöðu mála.
Ekki reykur á göngum – áætlun A
- Kennari/starfsmaður fer að stofudyrum og fullvissar sig um að reykur sé ekki á göngum, telur nemendur og raðar þeim í einfalda röð (stafrófsröð) eftir viðverulista sem er í hvítri möppu nálægt stofudyrum námssvæðis. Þá gengur hann ásamt nemendum rólega úr stofu og út um næsta útgang (ekki endilega neyðarútgang). Nemendur fara í skó og taka með sér yfirhafnir ef hægt er.
- Kennari/starfsmaður lokar stofu á eftir sér og gengur á undan nemendum á safnsvæði (gervigrasvöll) á skólalóð. Þegar á safnsvæðið er komið tekur kennari við endurskinsvesti frá aðstoðarskólastjóra og klæðist því. Kennari telur nemendur aftur og tekur nafnakall af nemendum sem standa í stafrófsröð. Kennari stillir sér fremst og snýr að skólanum. Nemendur standa fyrir aftan hann í stafrófsröð.
- List-og verkgreinakennarar raði nemendum eftir bekkjum í stafrófsröð eftir að hafa talið, viðhaft nafnakall og tryggt að allir nemendur sem voru í stofu hjá þeim hafi skilað sér út á söfnunarsvæði.
- Aðstoðarskólastjóri/staðgengill afhendir starfsmönnum endurskinsvesti þegar komið er á söfnunarsvæði og merkir við starfsmenn.
- Kennari réttir upp möppuna þannig að grænt spjald vísi fram til marks um að endurtalning hafi farið fram á lóðinni og að allir hafa skilað sér. Kennari réttir möppuna upp þannig að rautt spjald vísi fram ef einhvern nemanda vantar.
- Aðstoðarskólastjóri/staðgengill sér um starfsmannaskráningu.
- Ritari/staðgengill tekur með sér síma, forfallaskrá nemenda og starfsmanna og möppu. Þegar komið er á söfnunarsvæði gefur ritari upplýsingar um forföll nemenda.
- Skólastjóri gengur úr skugga um að allir bekkir hafi skilað sér og aflar upplýsinga um hvort einhverja nemendur vantar sem ekki eru á forfallaskrá.
- Skólaliðar/öryggisfulltrúar halda opnum útgönguleiðum, rýma ganga, salerni, miðrými á sínu svæði og fullvissa sig um að rýmingu svæðisins sé lokið. Fara síðan út á söfnunarsvæðið og gera grein fyrir sér hjá aðstoðarskólastjóra. Að því loknu snúa þeir sér að aðhlynningu nemenda.
- Stuðningsfulltrúar fylgja sínum skjólstæðingum/árgöngum. Stuðningsfulltrúar gera grein fyrir sér hjá aðstoðarskólastjóra sem merkir við þá á starfsmannalista.
- Yfirmaður skólamötuneytis/staðgengill athugar hvaða flóttaleið er öruggust úr matsal og beinir nemendum þangað. Fullvissar sig um að rýmingu svæðis sé lokið og fer síðan á söfnunarsvæðið og gerir grein fyrir sér hjá aðstoðarskólastjóra.
- Sundlaugarvörður/baðvörður Fullvissar sig um að salerni við Vitastíg, íþróttasalur og búningsklefar hafi verið rýmdir.
- Öryggisfulltrúi fer tvo hringi í kringum skólann og athugar hvort veifum hafi verið flaggað út um glugga og gerir skólastjóra grein fyrir stöðu mála.
- Umsjónarmaður fasteignar er sendur í leit að nemanda í ákveðnu rými ef í ljós kemur að nemanda vantar, sé það mat skólastjóra, annars er það hlutverk reykkafara slökkviliðs að leita.
- Rýming á bíósal. Nemendur og starfsfólk ganga út um næsta útgang, út á söfnunarsvæði skólans, eftir að hafa farið í skó ef þeir eru tiltækir. Kennarar merkja við þá eftir bekkjalista sem ritari hefur meðferðis.
- Frímínútur. Nemendur og starfsfólk fer beint á söfnunarsvæðið og nemendur raða sér eftir bekkjum í árgangaröð.
- Sé kennslu lokið skulu þeir sem inni eru yfirgefa bygginguna og fara á söfnunarsvæðið.
Reykur á göngum - áætlun B
Nota skal neyðarútganga þar sem beint aðgengi er út á skólalóðina. Í öðrum stofum/rýmum skal loka dyrum, opna neyðarútganga og setja út veifu (t.d. flík / gluggatjald) til merkis um að í stofunni sé fólk sem bíður björgunar. Að öðru leyti skal fara eftir; Ekki reykur á göngum - áætlun A.
Rýmingaráætlun er æfð árlega eða svo oft sem þurfa þykir. Kennarar fylgi þeim bekk sem þeir eru að kenna þegar kerfi fer á.
Viðbrögð við jarðskjálfta
- krjúpa – skýla – halda
- Fara undir borð, krjúpa þar og halda í borðfót.
Eftir skjálfta er farið eftir rýmingaráætlun skólans. Rýmingaræfingar skal halda árlega.
Viðbragðs- og rýmingaráætlun er aðgengileg á sameign og á heimasíðu skólans.
Uppröðun á söfnunarsvæði
Kennari raðar nemendum skv. eftirfarandi skipulagi. Nemendur í 1. bekk næst bílastæði starfsmanna. Starfsmenn, Íslenskuver og unglingadeild næst Bergþórugötu. Kennari standi fremstur og snúi ásamt nemendum í átt að Austurbæjarskóla.
Í öryggisnefnd eiga sæti auk skólastjóra tveir öryggisverðir sem eru skipaðir af skólastjóra og tveir öryggistrúnaðarmenn sem kosnir eru af starfsmönnum skólans. Þeir vinna saman og fylgjast með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi sé samkvæmt lögum og reglum og tilmælum Vinnueftirlitsins.
Skólinn skilar öryggisáætlun til skóla-og frístundasviðs.
Inni í frímínútum
Þegar upp koma þær aðstæður að ekki er ráðlegt að senda nemendur út í frímínútur er ákvörðun um inniveru tekin af skólastjóra eða aðstoðarskólastjóra. Ákvörðun um inniveru er tilkynnt símleiðis af skrifstofu skólans í alla viðkomandi árganga, á bókasafn og til umsjónarmanns fasteignar sem kemur boðunum áfram til skólaliða. Öllu starfsfólki er auk þess sendur tölvupóstur þar sem tilkynnt er um inniveru nemenda. Starfsfólk sem á að gegna útigæslu í umræddum frímínútum sinnir þá innigæslu í staðinn. Áður en frímínútur hefjast er æskilegt að kennarar reyni eftir föngum að finna nemendum viðfangsefni sem hafa ofan af fyrir þeim meðan á inniveru stendur. Er þess vænst að nemendur haldi sig í bekkjarstofu.
Sú hefð hefur skapast að hafa bókasafnið opið þegar nemendur inni í frímínútum en slíkt er þó ávallt háð aðstæðum og samþykki starfsfólks á bókasafni.
Jafnréttisáætlun Austurbæjarskóla fylgir aðgerðaráætlun. Jafnréttis- og aðgerðaráætlun eru endurskoðaðar árlega.
Jafnréttis-og aðgerðaráætlun Austurbæjarskóla 2022-2023 má nálgast hér.
Starfsmannahandbók Austurbæjarskóla er ætluð starfsmönnum. Hún er uppfærð árlega, Starfsmannahandbók 2022-23