Skip to content

SKÓLARÁÐ

Skólaráð skv. 8. gr. grunnskólalaga nr.91/2008. Þar segir:

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.

Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.

Nánar er fjallað um hlutverk ráðsins í reglugerð 1157/2008 og þar segir að skólaráð:

  1. fjallar um skólanámskrá, rekstraráætlun, starfsáætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið.
  2. fjallar um fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla og gefur umsögn áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar.
  3. tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið.
  4. fylgist með öryggi, húsnæði, aðstöðu, aðbúnaði og almennri velferð nemenda.
  5. fjallar um skólareglur, umgengnishætti í skólanum.
  6. fjallar um erindi frá skólanefnd sveitarfélags, foreldrafélagi, kennarafundi, almennum starfsmannafundi, nemendafélagi, einstaklingum, menntamálaráðuneyti, öðrum aðilum varðandi málefni sem talin eru upp í þessari málsgrein og veitir umsögn sé þess óskað.
  7. tekur þátt í öðrum verkefnum á vegum skólanefndar að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

Skólaráð fjallar ekki um málefni einstakra nemenda, foreldra eða starfsfólks skóla.

Ráðið setur sér vinnuáætlun og verkefnaskrá fyrir skólaárið, ákveður hve oft verður fundað, á hvað er lögð áhersla o.s.frv. Fundargerðir skólaráðs eru birtar á vefsíðu skólans.

Skólaárið 2021-2022 skipa eftirfarandi skólaráð:

Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri, kristin.johannesdottir@rvkskolar.is  sími 4117200
Katrín Kristín Friðjónsdóttir, kennari katrin.kristin.friðjonsdottir@rvkskolar.is sími 4117200
Guðrún Hlíðdal Gunnarsdóttir kennari gudrun.gunnarsdottir1@rvkskolar.is  sími 4117200
Henný Sigurjónsdóttir fulltrúi starfsmanna, henny.sigurjonsdottir@rvkskolar.is
Bjarni Rúnar Einarsson bre@klaki.net  fulltrúi foreldra
Sigurður Gunnarsson zigurt@hotmail.com fulltrúi foreldra
Iðunn Gróa fulltrúi nemenda idunngroa@gmail.com, sími 4117200
Jörundur Orrason fulltrúi nemenda jorundur.orrason@rvkskolar.is sími 4117200
Kristófer Nökkvi Sigurðsson forstöðumaður Draumalands fulltrúi grenndarsamfélags kristofer.nokkvi.sigurdsson@rvkfri.is sími 4117200

Varamenn:

Aude Busson audebusson@riseup.net Fulltrúi foreldra.

Friðmey Jónsdóttir fridmey.jonsdottir@rvkfri.is fulltrúi grenndarsamfélags.

 

Myndband um skólaráð með íslenskum, enskum og pólskum texta:

https://menntastefna.is/tool/myndband-um-skolarad/

Viðmið og leiðbeiningar um val á fulltrúum nemenda í skólaráð:

https://menntastefna.is/tool/leidbeiningar-og-vidmid-um-val-a-fulltruum-nemenda-i-skolarad-grunnskola/