Skólinn settur utandyra

Austurbæjarskóli var af settur utandyra í gær og var það gert til að gæta sem best að sóttvörnum. Á myndinni má sjá nemendur í 9. bekk fylgjast með og bíða spennta eftir að fara inn í stofur. Skólanum hefur verið skipt upp í svæði og verður þess gætt að sætaskipan nemenda sé ávallt sú sama fyrstu tvær vikurnar.