SKÓLASLIT OG NEMENDAVERÐLAUN

Á dögunum veitti skóla-og frístundaráð Crystal Mae Trinidad Villados nemendaverðlaun skóla-og frístundaráðs. Í umsögn um Crystal segir að Crystal sé góður námsmaður sem stundi skólann af samviskusemi. Hún hafi náð góðum tökum á íslensku, sé iðin og vinni öll verkefni sem fyrir hana eru lögð af mikilli þrautseigju og elju. Að mati kennara er Crystal jákvæð og góð fyrirmynd annarra nemenda og vel að nemendaverðlaunum skóla-og frístundaráðs komin. Við óskum henni og fjölskyldu hennar innilega til hamingju.