Skólasetning 2020 mánudaginn 24. ágúst 2020

Við skólasetningu koma bekkirnir fyrst í bíósal skólans þar sem skólastjóri ávarpar þá. Að því loknu fara þeir í stofur með umsjónarkennurum. Því miður getum við af sóttvarnarástæðum ekki boðið foreldrum að vera viðstaddir skólasetningu að þessu sinni.

Skólasetning er sem hér segir:

Kl. 09.00   9. og 10. bekkur

Kl. 09.30   8. bekkur

Kl. 10.00   5., 6., og 7. bekkur

Kl. 10.30   2., 3. og 4. bekkur.

Í 2.-7. bekk geta foreldrar gert ráð fyrir að nemendur séu eina klukkustund í skólanum þannig að barn í 2. bekk sem á að mæta kl. 10.30 er búið í skólanum þennan dag kl. 11.30.

Foreldrar nemenda sem eru að hefja nám í fyrsta bekk verða boðaðir ásamt börnum sínum með tölvupósti í viðtöl sem fram fara mánudaginn 24. ágúst. Skólastarf hefst svo 25. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Skólastjórnendur.