Skip to content

Sigurvegarar í fjármálalæsi á leið til Brussel

10. bekkur í Austó sigraði í Fjármálaleikunum 2023, keppni í fjármálalæsi og sendir tvo fulltrúa, Dag Thors og Kristján Odd Kristjánsson til að keppa fyrir Íslands hönd í Evrópukeppninni sem haldin er í Brussel 16. maí.  Í íslensku keppninni tóku 1500 nemendur þátt frá 42 skólum . Þetta er í annað sinn sem Austurbæjarskóli sigrar á Íslandi og í annað sinn sem Sigrún Lilja stærðfræðikennari fer með sína nemendur í keppnina, en keppnin hefur verið haldin sex sinnum.

Við sendum okkar fólki baráttukveðjur – áfram Austó!