Samstarf við leikskóla

Austurbæjarskóli hefur um árabil átt í góðu samstarfi við leikskóla hverfisins með ýmiskonar verkefnum og heimsóknum. Krummaverkefnið er eitt þeirra en þá semja grunnskólabörnin og leikskólabörnin ljóð sem síðan eru myndskreytt. Verkefninu lýkur svo með flutningi og samsöng þar sem leik- og grunnskólabörn hittast í Grænuborg og allir hafa eitthvað fram að færa.  Hér að neðan er ljóðið sem annar hópur af tveimur sendi frá sér:

Krummi er spenntur þegar
hann býr til hreiður.

Krummi er glaður þegar
hann eignast unga.

Krummi er stoltur þegar
ungarnir fljúga

Krummi er leiður þegar
ungarnir fara.