Skip to content

Nemendur Austurbæjarskóla verðlaunaðir á Bessastöðum

Nemendur okkar tóku á dögunum þátt í smásagnakeppni á vegum Félags enskukennara og var þema keppninnar „Dear World“.  Alls voru veitt þrenn verðlaun í flokki 8.-10. bekkja og komu tvenn þessara verðlauna í hlut nemenda í Austurbæjarskóla. Smásaga Auðar Örlygsdóttur 9. OT. The Last Man” hlaut 1. verðlaun og smásaga Völu Frostadóttur 9.RH „The Perspective“ hlaut 3. verðlaun í flokki 8.-10. bekkja. Verðlaunaafhendingin fór fram í gær að Bessastöðum en auk verðlaunahafa var foreldrum þeirra og kennurum boðið til athafnarinnar.

Á myndinni má sjá verðlaunahafa, þær Völu og Auði ásamt enskukennara sínum Sigríði Helgu Sverrisdóttur og  Elizu Reid forsetafrú á Bessastöðum.