Skip to content

Nemendaráð Austurbæjarskóla

Almennar upplýsingar

Árlega kjósa nemendur í 8. - 10. bekk fulltrúa í nemendaráð. Helsta verkefni ráðsins er að skipuleggja félagsstarfið á unglingastigi í samvinnu við félgasmiðstöðina 100og1.

Nemendaráð fundar að jafnaði vikulega í vetur.  Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Tjarnarinnar.

Í lögum um grunnskóla, 91/2008, segir í 10. gr.um starfsemi nemendafélaga við grunnskóla:

„Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum. Nemendafélag hvers skóla setur sér starfsreglur, m.a. um kosningu í stjórn félagsins og kosningu fulltrúa í skólaráð skv. 2. mgr. 8. gr“.

Við Austurbæjarskóla starfar nemendafélag. Nemendafélagið vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda. Nafn félagsins er Nemendafélag Austurbæjarskóla og starfar það samkvæmt áðurnefndum lögum um grunnskóla. Allir nemendur Austurbæjarskóla teljast félagar í nemendafélagi Austurbæjarskóla. Valdir eru fulltrúar úr 8. – 10. bekk sem eru fulltrúar sinna árganga í nemendaráði.  Val á fulltrúum árganga fer fram á bekkjarfundi, eru tveir fulltrúar valdir úr hverjum bekk. Skipa skal formann og varaformann úr þeim hópi. Stjórn nemendaráðs fundar á tveggja vikna fresti.  Nemendaráð setur sér starfsáætlun strax í upphafi vetrar með yfirliti yfir helstu viðburði skólaársins.

Skólastjóri ræður umsjónarmann félagsstarfs sem starfar með nemendum. Umsjónarmaður félagsstarfs gætir þess að eiga gott samstarf við starfsfólk hjá félagsmiðstöðinni 101.

Allir nemendur í 8.-10. bekk geta valið að starfa í nefndum á vegum nemendaráðs. Nefndir sem starfa eru breytilegar frá ári til árs t.d. má nefna ball- og skreytingaráð, dj- og tækninefnd, árshátíðarnefnd og auglýsinga- og peppnefnd. Fundað er í nefndum eftir þörfum. Haldnir eru fundir reglulega þar sem allar nefndir koma saman.

Nemendur sækja fundi í samstarfi við Háteigsskóla, Hagaskóla og Hlíðaskóla eftir því sem við á.

Nemendaráð kýs tvo fulltrúa nemenda sem eiga sæti í skólaráði og sitja fundi þess. Þá eiga nemendur sæti í 101-ráði.

Lög nemendaráðs Austurbæjarskóla

Starfsreglur nemendaráðs:

 1. grein.
  Ráðið heitir Nemendaráð Austurbæjarskóla, skammstafað N.AU.
 2. grein.
  Tilgangur N.AU. er að efla félagslegan áhuga nemenda, stuðla að félagsstarfi í skólanum og standa vörð um hagsmuni og velferð allra nemenda skólans.
 3. grein.
  Í upphafi hvers skólaárs er kosið í nemendaráð sem gegnir jafnframt hlutverki stjórnar N.AU. út skólaárið . Í nemendaráði skulu sitja tveir fulltrúar úr hverri bekkjardeild í 8-10.bek. Skipa skal formann og varaformann úr þeim              hópi.  Val á fulltrúum árganga fer fram á bekkjarfundi, eru tveir fulltrúar valdir úr hverjum bekk.
 4. grein.
  Nemendaráð skipar sjálft ritara á hverjum fundi.
 5. grein.
  Nemendaráð er tengiliður nemenda við skólayfirvöld og hefur yfirumsjón með félagsstarfi  við skólann.  Nemendur geta snúið sér til fulltrúa í nemendaráði til að koma málefnum á framfæri við skólastjórnendur og/eða        skólaráð.
 6. grein.
  Nemendaráð getur stofnað nefndir til að annast ákveðin verkefni, t.d. ritnefnd, árshátíðarnefnd, skreytingarnefnd og geta allir nemendur í 8-10.bekk gefið kost á sér í nefndir. Nemendaráð í samstarfi við félagsstarfskennara  velur formenn nefnda. Formenn halda utan um verkáætlun nefndarinnar.
 7. grein
  Nemendaráð kemur að jafnaði saman til fundar tvisvar sinnum í mánuði, oftar ef þurfa þykir. Fulltrúar bera upp mál til umfjöllunar. Einfaldur meirihluti nægir til þessa að samþykkja mál innan nemendaráðs.

 

Myndband um stjórn nemendafélags og félagsmiðstöðvarráð með íslenskum, enskum og pólskum texta:

https://menntastefna.is/tool/myndband-um-stjorn-nemendafelags-og-unglingarad/

 

Viðmið og leiðbeiningar um val í stjórn nemendafélags og félagsmiðstöðvarráð:

https://menntastefna.is/tool/leidbeiningar-og-vidmid-um-val-a-fulltruum-i-stjorn-nemendafelags-grunnskola-og-felagsmidstodvarrad/