Nemendastýrð foreldraviðtöl

Á morgun eru nemendastýrð foreldraviðtöl. Nemendur mæta því ekki í skólann þann dag heldur mæta á fjarfund með foreldum sínum og umsjónarkennara (auk túlks þar sem það á við). Í einhverjum tilfellum verður um símaviðtal að ræða í stað fjarfundar. Foreldrar eiga þegar að hafa bókað sig hjá viðkomandi umsjónarkennara. Í kjölfarið fá þeir svo sent fundarboð á TEAMS í tölvupósti.

Kennarar hafa lagt áherslu á það við nemendur að þeir undirbúi sig undir að geta talað við foreldra sína og kennara um námið í viðtalinu. Fyrirmælin sem börnin fengu taka mið af aldri og þroska þeirra en á öllum aldursstigum er lagt upp með að hlusta á barnið, fá þau til að tjá sig um styrkleika sína og veikleika í námi, hvaða markmið þeir vilja setja sér og hvernig við getum hjálpað þeim að ná markmiðum sínum. Þegar barnið hefur lokið við að segja frá tekur við hefðbundið foreldaviðtal.

Myndin sýnir nemendur í 1. bekk raða sér upp að loknum skóladegi á leið heim eða í frístundastarf í Draumalandi.