Skip to content

Kynningar og jafningjamat í 5.HH

Í morgun kynntu nemendur í 5. HH lokaverkefni sín um Ísland. Verkefnin voru unnin í hópum og hafði hver hópur fengið einn landshluta til að kynna sér. Öfluðu hóparnir sér ýmissa gagnlegra upplýsinga um landshlutann, skráðu hjá sér mikilvæg atriði, bjuggu til lítil upplýsingaspjöld og/eða skrifuðu póstkort. Loks kynnti hver hópur afrakstur vinnunnar. Að lokinni kynningu hvers hóps fór fram jafningjamat sem skilað var til kennara. Það var augljóst að nemendur voru vel undirbúnir fyrir verkefnið og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem tekin var að kynningum loknum voru þeir glaðir yfir vel unnu verki.