Jólaskemmtun á vegum foreldrafélags

Vegna aðstæðna í samfélaginu varð ekkert af fyrirhuguðu jólaföndri foreldrafélagsins í þetta árið. Þess í stað ákváðu foreldrar að efna til jólaskemmtunar á skólalóð sem haldin var sl. laugardag. Leikið var á harmónikku og sungin voru jólalög í dásamlegu veðri. Til að allra sóttvarna yrði gætt komu foreldrar með nesti að heiman fyrir sig og sín börn sín – heitt kakó og smákökur. Nemendur í 10. bekk seldu kerti í fjáröflunarskyni fyrir Þórsmerkurferð. Með fréttinni er mynd frá skemmtuninni sem sýnir stemninguna á skólalóð þennan dag. Greina má 10. bekkinga við kertasölu í bakgrunni.