Skilaboðaskjóðan

Foreldrafélag Austurbæjarskóla fékk úthlutað 150.000 króna styrk frá Forvarnar- og framfarasjóði Reykjavíkurborgar í maí 2010 til að útbúa skjóðuna. Skilaboðaskjóðan auðveldar vonandi foreldrum, bekkjarfulltrúum verkin í samstarfi við umsjónarkennara þegar koma á upplýsingum um bekkjarstarf til þeirra foreldra sem ekki hafa náð góðum tökum á íslensku. Eyðublöðin eru einnig á íslensku, þannig að erlendir foreldrar geta nýtt sér þau til að bjóða í afmæli hjá sínum börnum.Bekkjarfulltrúar og foreldrar geta prentað út tilkynningar um bekkjarstarf eða boð í afmæli á viðeigandi tungumálum eftir að hafa ráðfært sig við umsjónarkennara og heftað við tilkynningu eða töskupóst sem dreift er í bekknum. Stefnt er að því að endurskoðuð myndskreytt útgáfa verði tilbúin skólaárið 2013-2014. 

Á nýrri heimasíðu foreldrafélagsins hafa verið sett inn skjöl um vinahópa á helstu tungumálunum  http://www.austo.org/foreldrafelag/vinahopar/ . Vinahópaskjölunum auk kynningabréfa sem foreldrar í 7. bekk tóku saman  á nokkrum tungumálum skólaárið 2012-13 vegna ferða nemenda í skólabúðir að Reykjum í Hrútafirði verður bætt inn í skilaboðaskjóðuna  á þessu skólaári.

Okkur þætti vænt um ef þeir sem nýta sér skjóðuna og vinahópaskjölin sendi okkur athugasemdir og góðar ábendingar á netfangið This e-mail address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. Þannig getum við bætt skjóðuna okkar á reynslutímabilinu.