Hugum að verndandi þáttum – áskoranir í lífi barna og ungmenna. Málþing í tilefni Forvarnardagsins 2022

Í dag miðvikudaginn 5. október var haldið málþing í tilefni Forvarnardagsins. Fundarstjóri var Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsusviðs hjá Embætti landlæknis. Kristín Jóhannesdóttir, skólastjóri Austurbæjarskóla ásamt nemendum í 9. bekk tóku á móti gestum.
Til máls tóku:
- Forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson
- Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson
- Margrét Lilja Guðmundsdóttir, rannsóknarsérfræðingur hjá Rannsóknir og greining.
- Landlæknir, Alma D. Möller.
Að ræðuhöldum loknum lék Hrafnhildur Anna Gunnarsdóttir nemandi í 9. bekk á þverflautu.
Þegar málþinginu hafði verið slitið svöruðu þau Agata Maja Ciszewska, Anna Þórarna Agnarsdóttir, Huginn Ástþórsson, Míó Magnason, Sigrún Æsa Pétursdóttir og Starkaður Björnsson, sem öll eru nemendur í 9. bekk spurningum fréttamanna.
Lesa má meira um málþingið í Austurbæjarskóla á vefsíðu Embættis forseta Íslands.
Auk þess má nálgast streymi af málþinginu á slóð Forvarnardagsins.