Heimanám

Í Austurbæjarskóla er ætlast til ákveðinnar heimavinnu nemenda sem er breytileg eftir árgöngum og námsgreinum. Mikilvægt er að forráðamenn fylgist vel með heimanámi barna sinna og veiti þeim aðhald heima fyrir til þess að viðunandi árangur náist. Tilgangur með heimanámi er að ljúka óunnum verkefnum, þjálfa betur þau atriði sem fram hafa komið í kennslustundum og festa betur í minni mikilvæg atriði. Markvisst heimanám þjálfar að auki sjálfsaga og sjálfstæð vinnubrögð. Kennarar skrá heimavinnuáætlun vikulega inn í Mentor og unglingadeildarkennarar skrá heimavinnu fyrir næsta tíma í hverri námsgrein. Nemendum í 6. – 10. bekk er boðið upp á heimanámsaðstoð fjóra daga í viku. 

Prenta | Netfang