Móttaka nýrra nemenda

Móttaka nemenda í 1. bekk

Gott samstarf er við leikskóla hverfisins og er markmið þess að stuðla að eðlilegri samfellu skólastiga. Að vori er nemendum elstu deilda leikskólans boðið að vera einn dag í grunnskólanum og fá þá tækifæri til að kynnast nýja skólanum, starfinu þar, starfsfólki  og nemendum.  Þá koma væntanlegir 1. bekkja nemendur einnig með foreldrum sínum í heimsókn að vori og dvelja þá á bókasafni meðan foreldrar funda með kennurum og skólastjórnendum. Að vori fara einnig fram skilafundir milli stjórnenda og kennara leik-og grunnskóla. 


Á hverju hausti innritast einnig nemendur í skólann sem ekki hafa verið í leikskólum hverfisins.  Óski forráðamenn væntanlegra nemenda úr öðrum hverfum eftir því að fá að koma í heimsókn er þeim boðið að koma til viðtals á tilgreindum tíma við skólastjórnanda. 

 

Að öðru leiti er innritunarferlið í 1. bekk sem hér segir:

  • forráðamenn skrá nemendur í skólann á Rafrænni Reykjavík
  • í lok maí er boðað til fundar fyrir foreldra og verðandi nemendur og þeir boðaðir sem skráðir eru í skólann á þessum tíma 
  • skólasetning 1.bekkja fer fram með einstaklingsviðtölum. Foreldrar eru boðaðir bréfleiðis um að mæta með barn sitt í viðtal við væntanlegan umsjónarkennara.
  • kynningarfundur fyrir foreldra um skólastarfið í upphafi skólaársins

Hefji nemendur nám í 1. bekk eftir að skólaárið er hafið fara þeir í innritunarviðtal sbr.  móttökuáætlun fyrir nýja nemendur skólans.

Prenta | Netfang