Móttaka nýrra nemenda

Móttaka nemenda með annað mál

1. Þegar óskað er eftir skólavist fyrir erlendan nemanda er:

Afhent innritunareyðublað sem foreldrar fylla út í skólanum eða heima. Ákveðinn tími fyrir móttökuviðtal þar sem foreldrar og nemandi/nemendur mæta ásamt túlki ef þörf krefur. Skólinn sér um að panta túlk. Reiknað er með 1 klst. í viðtalið. Athugað hvort læknisskoðun hafi farið fram. Mælst til þess að foreldrar panti skoðun ef svo er ekki. Foreldrar beðnir að hafa meðferðis heilsufarsupplýsingar og einkunnir frá fyrri skóla í móttökuviðtalið.

2. Bekkur valinn

Skólastjórnandi velur bekk fyrir nemanda.
Umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram.
Umsjónarkennari tilkynnir kennurum og öðru starfsfólki sem kemur að bekknum um væntanlegan nemanda.
Umsjónarkennari undirbýr bekkinn fyrir komu nýs nemanda. Sendir línu heim til foreldra um að nýr nemandi hafi komið í bekkinn.

3. Undirbúningur viðtals

Nýbúakennari safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu:
Skóladagatal, skólareglur, innkaupalisti, upplýsingar um mat og drykk og gæslu ef um ungan nemanda er að ræða.
Einstaklingsstundaskrá útbúin og ákveðið hvenær nemandinn er með almennum bekk og hvenær hann er í móttökudeild.

4. Móttökuviðtal
Viðtalið sitja foreldrar og nemandi/nemendur (ásamt túlki, ef þörf krefur), deildarstjóri móttökudeildar og umsjónarkennari. Í viðtalinu eru fengnar bakgrunnsupplýsingar um nemandann: Fjölskylduhagi, tungumál talað/töluð heima, fyrri skólagöngu, helstu styrkleika/veikleika nemandans og helstu áhugamál.

Eftirfarandi þættir útskýrðir:

Stundaskrá bekkjar/nemanda. Farið yfir hverja kennslustund þannig að ljóst sé um hvaða námsgrein sé að ræða

Hvenær nemandinn er í bekk og hvenær í móttökudeild.

Reglur um íþróttir og sund útskýrðar. Staðsetning, fatnaður, reglur um sturtu og mætingar.

Farið yfir innkaupalista. Hvað þarf að kaupa og hvað sér skólinn um að útvega.

Farið yfir skóladagatal og alla sérmerkta daga.

Símanúmer skólans, heimasíða og mentor útskýrð. Einnig viðtalstímar kennara.

Farið yfir skólareglur og mætingaskyldu.

Matur: Hvað er hægt að kaupa í skólanum og hvað má koma með í nesti. Verð á mat og fyrirkomulag greiðslu.

Frístundastarf

Ákveðið hvenær nemandi byrjar í skólanum.

Farið í gönguferð um skólann þar sem helstu svæði eru kynnt.

Æskilegt er að heimsækja bekk nemandans og kynna hann fyrir bekknum.


Sjá einnig: Handbók um móttöku innflytjenda sem fengin er af heimasíðu Menntasviðs Reykjavíkurborgar.

Prenta | Netfang