Móttaka nýrra nemenda

Móttaka nemenda með sérþarfir

Innritun:
foreldri innritar nemanda í gegnum Rafræn Reykjavík

foreldri nemanda óskar eftir viðtali við skólastjórnanda vegna komu nemandans í skólann
ákveðinn tími fyrir móttökuviðtal þar sem foreldri og nemandi mæta

Undirbúningur viðtals:
skólastjórnandi velur hópa fyrir nemandann í samráði við sérkennara

umsjónarkennara tilkynnt um væntanlegan nemanda, hvaðan hann er og hvenær móttökuviðtal fer fram
umsjónarkennari safnar saman þeim gögnum sem nota á í viðtalinu: Skólareglur, innkaupalisti, stundaskrá, upplýsingar um mötuneyti og nestismál

Móttökuviðtal:
móttökuviðtalið sitja foreldrar, nemandi, skólastjórnandi, sérkennari, umsjónarkennari og aðrir þeir sem nauðsyn er talin á að sitji viðtalið

deildarstjóri sérkennslu gerir einstaklingsáætlun ef þarf, í samráði við kennara nemandans
ákveðið hvenær nemandinn er með sínum árgangi og hvenær í sérkennslu
annar fundatími ákveðinn að sex til átta vikum liðnum og farið yfir stöðu mála
umsjónarkennari sér um að tilkynna um komu hans í skólann og koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að málum hans í skólanum

Umjöllunarefni móttökuviðtals miðast við þarfir nemandans. Dæmi um atriði sem kunna að vera rædd eru:
stundaskrá nemandans

íþróttir og sund (ef við á)
innkaupalistar útskýrðir
skóladagatal
símanúmer skólans
heimasíða og netföng kynnt
skólareglur og mætingaskylda
mötuneyti og nestismál kynnt foreldrum
frístundastarf
ákveðið hvenær nemandinn byrjar í skólanum
útskýrt hvert á að snúa sér ef nemanda líður illa í skólanum
hlutverk foreldra hvað snertir heimanám (ef við á)
samstarf heimilis og skóla
Mentor kynntur fyrir foreldrum
farin kynnisferð um skólann
námsráðgjafi boðar nemanda til viðtals fljótlega eftir að nemandi hefur nám við skólann
umsjónarkennari sér um að tilkynna um komu nemandans í skólann og koma nauðsynlegum upplýsingum um nemandann til allra þeirra sem koma að kennslu hans í skólanum. Umsjónarkennari sendir einnig línu heim til foreldra um að nýr nemandi sé kominn í bekkinn.

Prenta | Netfang