Mötuneyti

Allir nemendur hafa aðgang að mötuneyti skólans. Matseðill er birtur á heimasíðu og er samsetning matar og matreiðsla samkvæmt manneldismarkmiðum. Mánaðarlegt gjald er innheimt samkvæmt ákvörðun borgarráðs níu sinnum á skólaári frá september til loka maí í jöfnum greiðslum. Verðið er nú 6.600 kr. Innheimta vegna mötuneyta grunnskóla Reykjavíkur er þannig að stofnuð er krafa í banka með gjalddaga í byrjun þess mánaðar sem innheimt er fyrir og 30 dögum síðar er eindagi. Ef reikningur er ekki greiddur færist hann til milliinnheimtu og síðar er áskrift sagt upp. Til að uppsögn taki gildi í lok mánaðar þarf hún að berast í síðasta lagi 20. dag mánaðar. Hafi barnið ofnæmi eða óþol er mjög mikilvægt að koma því á framfæri við ritara skólans. Matseðill er birtur á heimasíðu.

Prenta | Netfang