Forfallatilkynningar

Forföll nemenda

Tilkynna þarf veikindi og önnur forföll nemenda á skrifstofu skólans, eða í gegn um Mentor eins fljótt og verða má. Mikilvægt er að foreldrar tilkynni forföll vegna veikinda daglega. Yfirlit um skólasókn og ástundun nemenda er sent foreldrum vikulega gegnum Mentor. Hafi nemandi verið frá skóla vegna veikinda lengur en 5 daga samfellt getur skólinn farið fram á læknisvottorð. Sé nemandi ítrekað frá skóla vegna veikinda, þó um skamman tíma sé að ræða hverju sinni, getur skólinn farið fram á læknisvottorð.

Forföll kennara

Þegar forföll kennara verða leggur skólinn sig fram um að fá afleysingakennara. Þó getur sú staða komið upp að það takist ekki. Í þeim tilvikum geta skólayfirvöld neyðst til að fella niður tíma. Þurfi að fella niður tíma hjá nemendum í 5. - 7. bekk með þeim afleiðingum að nemendur þurfi að fara fyrr heim er alltaf athugað hvort nemendur komast inn heima hjá sér.

Prenta | Netfang