Bókasafn

Starfsmenn:

Inga Lára Birgisdóttir bókasafnsfræðingur og kennari í fullu starfi og Piret Laas bókasafnsfræðingur og kennari í 65% starfi.

Markmið:

  • Kenna nemendum að finna, nota, velja og framleiða ýmis gögn og heimildir.
  • Örva lestur.
  • Tryggja auðveldan aðgang að safnkosti.

Opnunartímar:

  • mánud. og föstud. kl. 8.20 - 14.30
  • þriðjud. - miðvikud. kl. 8.20-16.00
  • fimmtud. kl. 8.20 – 15.00

Lokað í löngu frímínútunum.

 Starfsemi:

Skólasafn Austurbæjarskóla er einkum ætlað nemendum og starfsliði skólans, en foreldrar nemenda eru velkomnir að líta inn og kynnast starfseminni. Safnið er staðsett miðsvæðis á 1. hæð miðálmu. Það er 120 fm að stærð og rúmar um 50 manns í sæti. Skólabókasafnið á um 27.000 bækur og að auki er safnið áskrifandi að tímaritum. Á safninu eru líka ýmis önnur gögn s.s. forrit, mynddiskar, kort, veggspjöld, hljóðbækur, spil og töfl.

Safngögn eru keypt inn í sem mestu samráði við kennara, starfsfólk og nemendur.

Skólasafnið veitir alla almenna þjónustu s.s. útlán, upplýsingaþjónustu og aðstoð við heimildaleit.

Allar bekkjardeildir frá 1.-8. bekk koma vikulega í tíma í ,,upplýsingatækni á bókasafni". Safnkennslan felst m.a. í að nemendur eru þjálfaðir í upplýsingaleit og heimildavinnu. Yngstu nemendurnir fá sögustundir við sitt hæfi. Meðal viðfangsefna í bókasafnstímum hinna ýmsu árganga er t.d. heimilda- og bókmenntaritgerðasmíði , lestur og bókagerð.

Á opnunartíma safnsins er nemendum frjálst að koma til að fá lánaðar bækur eða skoða, lesa og vinna á safninu. Útlánskerfið sem notað er heitir Gegnir. Nemendur og starfsfólk fá tölvuútlánskort og geta lánað sér sjálfir í gegnum kerfið. Algengt er í yngri bekkjunum að nemendur séu með eina til tvær bækur heima af safninu og eina bók í skúffunni sinni í skólanum. Útlánstíminn er 2 vikur og hægt er að endurnýja lán ef þörf krefur.

Ýmis önnur starfsemi fer fram á skólasafninu í samræmi við það sem er efst á baugi í skólanum og samfélaginu hverju sinni.

Prenta | Netfang