Bókasafn

Starfsmenn:
Inga Lára Birgisdóttir bókasafnsfræðingur og kennari í fullu starfi og Piret Laas kennari í 65% starfi
.

Markmið:

Kenna nemendum að finna, nota, velja og framleiða ýmis gögn og heimildir.
Örva lestur.
Tryggja auðveldan aðgang að safnkosti.


Opnunartímar

Mánud.kl. 8.05 - 14.30.
Þriðjud. -
fimmtud. kl. 8.05-15.00.
Föstud. kl. 8.05 - 14.10.
Lokað í löngu frímínútunum 10.15-10.35.

 

Starfsemi:
Skólasafn Austurbæjarskóla er einkum ætlað nemendum og starfsliði skólans, en foreldrar nemenda eru velkomnir að líta inn og kynnast starfseminni. Safnið er staðsett miðsvæðis á 1. hæð miðálmu. Það er 120 fm. að stærð og rúmar um 50 manns í sæti. Skólabókasafnið á rúmlega 23.000 bækur og að auki er safnið áskrifandi að mörgum tímaritum. Á safninu eru líka ýmis önnur gögn s.s. tölvuforrit, margmiðlunardiskar, mynddiskar, kort, veggspjöld, hljóðbækur, spil og töfl.

Safnið fær ákveðinn kvóta árlega til gagnakaupa og er reynt að hafa sem mest samráð við kennara, starfsfólk og nemendur varðandi kaup á efni.

Skólasafnið veitir alla almenna þjónustu s.s. útlán, upplýsingaþjónustu og aðstoð við heimildaleit.

Allar bekkjardeildir koma vikulega í tíma í ,,upplýsingamennt á bókasafni". Safnkennslan felst m.a. í að nemendur eru þjálfaðir í upplýsingaleit og heimildavinnu. Yngstu nemendurnir fá sögustundir við sitt hæfi. Meðal viðfangsefna í bókasafnstímum hinna ýmsu árganga er t.d. heimilda- og bókmenntaritgerðasmíði og bókagerð.

Á opnunartíma safnsins er nemendum frjálst að koma til að fá lánaðar bækur eða skoða, lesa og vinna á safninu. Útlánskerfið sem notað er heitir Gegnir. Nemendur og starfsfólk fá tölvuútlánskort og geta lánað sér sjálfir í gegnum kerfið. Algengt er í yngri bekkjunum að nemendur séu með eina til tvær bækur heima af safninu og eina bók í skúffunni sinni í skólanum. Útlánstíminn er 2 vikur og hægt er að endurnýja lán ef þörf krefur.

Ýmis önnur starfsemi fer fram á skólasafninu í samræmi við það sem er efst á baugi í skólanum og samfélaginu hverju sinni.

Prenta | Netfang