14 maí'20

Starfsdagur mánudag 18. maí 2020

Eins og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur þann 18. maí og fellur þá öll kennsla niður.  Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þann 19. maí. Myndin sýnir krummaverkefni sem nemendur í 1. bekk unnu undir stjórn og leiðsögn umsjónarkennara sina.

Nánar
08 maí'20

Skólastarf á tímum farsóttar

Hér má nálgast stutta skýrslu um skólastarf í Austurbæjarskóla á tímum farsóttar, Skólastarf í Austurbæjarskóla á tímum farsóttar

Nánar
29 apr'20

Skólastarf á yngsta stigi

Kennarar á yngsta stigi hafa verið duglegir að nýta góðviðrið undanfarna daga til útináms nemenda og hafa hóparnir fengist við ýmis viðfangsefni. Hér má sjá nemendur í Hljómskálagarði.

Nánar
22 apr'20

Gleðilegt sumar!

Starfsfólk skólans óskar nemendum og foreldrum gleðilegs sumars með þökk fyrir veturinn.  Á myndinni má sjá nemendur í 1. bekk knúsa tré sem segja má að sé lýsandi fyrir þá tíma sem við nú lifum.

Nánar
02 apr'20

Kennsla hefst 14. apríl 2020

Páskafríið hefst frá og með mánudeginum 6. apríl,  Samkvæmt fyrirmælum frá skóla-og frístundasviði fellur starfsdagur sem vera átti þann 14. apríl niður. Nemendur eiga því að mæta aftur í skólann að loknu páskaleyfi þann 14. apríl.  Að loknu páskaleyfi verður skólahald áfram með takmörkunum en nánari upplýsingar um það koma síðar.

Nánar
25 mar'20

Heimanám

Sakir takmörkunar á skólastarfi vinna nemendur nú að fleiri heimaverkefnum en áður sem bæði eru sett fyrir af skóla og íþróttafélagi. Á myndinni má sjá nemendur í 6. bekk hella sér yfir heimanámið að loknum skertum skóladegi.

Nánar
16 mar'20

Skólastarf næstu daga

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum mun skóla-og frístundastarf fara fram með takmörkunum næstu fjórar vikur. Í Austurbæjarskóla verður skóladagur nemenda sem hér segir: 1.-4. bekkur 8.20-11.20 8.-10. bekkur 8.20-11.20 5.-7. bekkur 12.00-14.40 Skólinn verður opinn frá kl. 8.00 og verður opið inn í kennslustofur nemenda. Fylgi foreldrar börnum sínum í skólann eru þeir…

Nánar
13 mar'20

Starfsdagur á mánudag

Íslenska: STARFSDAGUR Í SKÓLA- OG FRÍSTUNDASTARFI Á MÁNUDAG Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað næstu fjórar vikur. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda. Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að skipulagningu skólastarfs miðað við ofangreindar ákvarðanir.…

Nánar
11 mar'20

Viðburðum tengdum skólastarfinu frestað vegna COVID-19

Úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem vera átti í Ráðhúsi Reykjavíkur fimmtudaginn 12. mars kl. 14-16 hefur verið frestað. Grunnskólamóti sem vera átti nk. þriðjudag 17. mars hefur verið frestað. Árlegum Valsleikum sem vera áttu nk. miðvikudag 18. mars hefur verið frestað.

Nánar