30 sep'20

Foreldraviðtöl 6. október

Eins og fram kemur á skóladagatali er foreldradagur þriðjudaginn 6. október. Fellur þá allt hefðbundið skólastarf niður en foreldrum er ætlað að eiga viðtal við kennara. Sakir hertra sóttvarna verða fundirnir ýmist í gegnum fjarfundabúnað eða  símleiðis. Umsjónarkennarar munu upplýsa nánar um fyrirkomulag hvers bekkjar og hvenær opnað verður fyrir skráningu á Mentor.

Nánar
15 sep'20

Afmælishátíð frestað

Á samþykktu skóladagatali Austurbæjarskóla 2020-2021 er gert ráð fyrir skertum skóladegi 19. september (sem er laugardagur). Til stóð að halda upp á 90 ára afmæli skólans þennan dag en ljóst er að sakir takmarkana á samkomum vegna farsóttar verður það ekki mögulegt. Skólaráð fundaði um málið sl. föstudag og var ákveðið að hátíðinni yrði frestað…

Nánar
03 sep'20

Nemendur í 8. í Skólabúðunum að Reykjum

Nemendur í 8. bekk hafa í þessari viku dvalið í Skólabúðunum að Reykjum.  Stundaskrá þeirra hefur verið þétt og á kvöldin hafa nemendur komið fram á kvöldvökum og farið á kostum. Er von á hópnum heim um kl. 14.00 á morgun föstudag.  

Nánar
14 ágú'20

Skólasetning 2020 mánudaginn 24. ágúst 2020

Við skólasetningu koma bekkirnir fyrst í bíósal skólans þar sem skólastjóri ávarpar þá. Að því loknu fara þeir í stofur með umsjónarkennurum. Því miður getum við af sóttvarnarástæðum ekki boðið foreldrum að vera viðstaddir skólasetningu að þessu sinni. Skólasetning er sem hér segir: Kl. 09.00   9. og 10. bekkur Kl. 09.30   8. bekkur Kl. 10.00 …

Nánar
04 jún'20

Í dag 4. júní  verða nemendur í 10. bekk útskrifaðir. Athöfnin fer venju samkvæmt fram í Hallgrímskirkju og hefst kl. 17.00 stundvíslega. Foreldrar (2-4) eru velkomnir með börnum sínum í útskriftina. Nemendur mæta prúðbúnir í kirkjuna ekki síðar en kl. 16.40.  Að útskriftarathöfn lokinni er boðið upp á kaffi í kringlunni fyrir ofan Spennistöð þar…

Nánar
28 maí'20

Gróðursetning

Nemendur í 4. bekk fóru, í gær miðvikudag, að Bolöldu við Vífilfell að gróðursetja tré ( birki, víði og reyni ). Þau þurftu að moka hrossaskít og bera á örfoka land. Hvert og eitt barnanna gróðursetti eitt tré. Reiturinn verður merktur Austurbæjarskóla.

Nánar
27 maí'20

Dagur sigurvegari

Austurbæjarskóli sigraði í gær Stóru upplestrarkeppnina fyrir Vesturbæ, Miðborg og Hlíðar þegar Dagur Thors hreppti 1. sætið í keppninni með framúrskarandi flutningi texta og ljóða. Auk Dags keppti Ingibjörg Ellý Herbertsdóttir fyrir hönd skólans og stóð hún sig einnig frábærlega. Í hléi las Viðja Dís Rögnvaldsdóttir ljóð eftir Davíð Stefánsson. Óskum við Degi og Ingibjörgu…

Nánar
14 maí'20

Starfsdagur mánudag 18. maí 2020

Eins og fram kemur á skóladagatali er starfsdagur þann 18. maí og fellur þá öll kennsla niður.  Kennsla hefst að nýju samkvæmt stundaskrá þann 19. maí. Myndin sýnir krummaverkefni sem nemendur í 1. bekk unnu undir stjórn og leiðsögn umsjónarkennara sina.

Nánar
08 maí'20

Skólastarf á tímum farsóttar

Hér má nálgast stutta skýrslu um skólastarf í Austurbæjarskóla á tímum farsóttar, Skólastarf í Austurbæjarskóla á tímum farsóttar

Nánar